banner1 banner10 banner11 banner12 banner13 banner14 banner15 banner16 banner17 banner18 banner19 banner2 banner20 banner21 banner22 banner3 banner4 banner5 banner6 banner7 banner8 banner9

Hafa samband

e-mail:
Titill:
Skilaboð:
Hvað eru hestar með mörg augu? (tölustafur)*

Facebook

Fylgstu með okkur á facebook

Úr myndasafni

Upplýsingar

www.hindisvik.com
www.hindisvik.is
Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den.
478-1903
845-3832

 Um daginn bættist við ný hryssa í Hindisvíkurhópinn. Sú heitir Glenna og er frá Flugumýri í Skagafirði. 
Glenna er bleikálótt hjálmskjótt undan Ísak frá Kirkjubæ (F: Djáknar frá Hvammi) og Venus frá Fjalli (F: Orion frá Litla-Bergi). Hún er frekar óskyld flestum tískuhestum í dag og er meira að segja hægt að finna báðar línurnar okkar í hennar ættartré. FM Glennu, Leista frá Kirkjubæ, er undan Glóblesadóttur frá Hindisvík. Svo er Hornfirskt blóð lengra aftur í ættir, þá í gegn um Hrafn frá Holtsmúla og Hátt frá Steðja, sem var töluvert mikið Hornfirskur.
Glenna er fædd 2009 sem gerir hana 7 vetra núna í sumar. Það var byrjað að temja hana, en hún er núna komin til Heiðu sem ætlar að halda áfram með hana í vetur/vor. Stefnan er svo sett á að halda henni undir Strák í sumar og er kanski fullsnemmt að segja að tilhlökkunin til að sjá það folald sé orðin vægast sagt mikil.

Við tökum svo vonandi fleiri myndir sem fyrst, en hér að neðan eru nokkrar :)

glenna

Glenna í gerðinu á Sæbóli, mynd: Hanný Heiler

glenna1

Mynd: Hanný Heiler

 glennany

Mynd: Lilja Jónsdóttir