Góðan dag ! Tími til kominn á smá færslu, en þær hafa verið með minna móti undanfarið þar sem umsjónarmaður síðunnar og myndavélin hafa ekki verið á svæðinu í sumar. Við erum enn á fullu í byggingarvinnu, enda margt sem þarf að klára fyrir veturinn. Hrossin eru flest í fríi enda eigum við eiginlega ekkert tamið nema folaldshryssur. Í sumar voru þó tvær fjögurra vetra hryssur frá okkur (Skíma og Hæra) gerðar reiðfærar, auk þess sem 5 vetra tryppin okkar voru á húsi. Heiða var líka með Gyðju (5.vetra) með sér á Vatnsleysu.
Nú styttist í að ungfolarnir okkar verði sóttir út tittagirðingu sem þeir eru í ásamt öðrum og teknir inn í nokkra daga til að venja þá betur við manninn, klippa hófa og bandvenja þá betur. Við ætlum líka að taka DNA sýni úr honum Topp og láta greina hvort hann sé hjálmskjóttur eða bara "venjulega" skjóttur með genið.
Þrjú hross í okkar eigu eru að komast á frumtamningaraldur, en það eru þau Ófeigur, Nökkvi og Hugrún. Svo var einn að bætast aftur í fjölskylduna, en hann Álfur sem er fæddur okkur rataði aftur í okkar hendur núna seinnipart sumars. Hann er 7 vetra geldingur undan Birtu og Tengli, sem Heiða átti og er hann fyrsta folaldið sem hún ræktar. Gaman að sjá hann aftur 7 árum seinna, en það er augljóst þegar maður sér hann "hverra manna" hann er. Við vonumst til að geta átt hann sem slarkhest og vonandi nýtist hann líka í tamningarnar.

Ætla ekkert að vera að hafa þetta neitt lengra í bili, læt nokkrar myndir fylgja með.

 2014-12-09aGyðja í góðu yfirlæti á Vatnsleysu

2014-12-09bDáð og Dalía í Vatnsnes afréttinni.

2014-12-09cDáð (veturgömul) & Dalía (2 vetra)

2014-12-09dHryssurnar frá Strák eru farnar til síns heima. Hann er núna í hausthólfi með Grímu sér til samlætis.

2014-12-09eGríma.

2014-12-09fGríma

2014-12-09gGríma

2014-12-09hStrákur frá Vatnsleysu

2014-12-09iÁlfur frá Dynjanda

2014-12-09jÁlfur og Húni