Í dag skrapp ég í smá leiðangur út á Vatnsnesið að leita af síðasta folaldinu okkar, sem ætti nú að vera fætt, en móður folaldsins var sleppt upp á afrétt þegar hún var fylfull. Folaldið er undan Báru og Punti frá Vatnsleysu og hlökkum við mikið til að fá að berja það augum. Hrossin okkar voru því miður hvergi sjáanleg, svo ég fer bara í annan leiðangur í næstu viku. Þá er stefnan líka sett á að heimsækja Akk og hans hryssur, en hann er í hryssum í Ósi. Við notuðum hann talsvert þetta sumarið og eru Gargandi-Snilld, Glæring, Frá og Flugsvinn hjá honum.
Frá og Flugsvinn eru báðar kastaðar. Frá eignaðist rauða hryssu og Flugsvinn dökkrauðan hest. Þau eru bæði undan Glæsi frá Hindisvík.

Ég fór í leiðinni og heimsótti Strák. Hrossin hafa það alveg frábært og eru allar hryssur sem hafa verið sónaðar orðnar fylfullar, en Strákur hefur hingað til verið með 100% fyljunarhlutfall á hverju ári, sem hlítur að teljast mjög gott. Við héldum Grímu og Skrámu undir hann, en Skráma hefur verið seld og fór til nýs eiganda í gær.

2014-27-7aEin af hryssunum sem eru hjá Strák

2014-27-7bHestfolald

2014-27-7cStrákur frá Vatnsleysu

 2014-27-7dMjög slakur yfir þessu öllu.

2014-27-7e Tala frá Viðey, ein af hryssunum sem eru hjá Strák. Þess má geta að hún er undan sama hesti og hún Gríma okkar og sömu hryssu og Skráma.

2014-27-7fTala frá Viðey

2014-27-7g


 Þennan hóp rakst ég á þegar ég rölti upp í fjall að leita af Báru, hún var ekki með þeim, og ekkert okkar hrossa.

2014-27-7h2014-27-7j

2014-27-7kÞetta folald greip athygli mína strax, enda rosalega sperrt og myndarlegt.2014-27-7l


Í gær tók ég líka nokkrar myndir af henni Stelpu okkar, en hún er undan Skrámu og Strák. Skráma seldist núna í sumar og fór í gær til nýs eiganda. Það var ekki auðvelt að horfa á eftir henni keyra burt, en við eigum til undan henni 3 hross og verður það fyrsta frumtamið eftir rúmlega 1 ár. Hún var sónuð fylfull við Strák og óskum við nýjum eiganda alls hins besta með hana.
2014-27-7mStelpa virðist ætla að verða mjög dökkrauð, eins og faðirinn.

2014-27-7n