Þessar myndir fengum við sendar fyrir nokkrum dögum, en þær voru teknar í haust þegar Tobbi var í Eifel í Þýskalandi. Þetta er hún Dama frá Hindisvík sem er fædd árið 1985, s.s. 30 vetra gömul, og það gerir hana að elsta núlifandi Hindisvíkurhrossinu. Hún er hreinræktuð frá Hindisvík, undan Glóblesadóttur og Glóblesasyni.
Dama var eitt af mörgum hrossum sem fóru utan árið 1995. Eigandi hennar er Dieter Puetz í Waldhof en hann hefur náð miklum árangri í hrossarækt og átti mörg Hindisvíkurhross á sínum tíma.
dama-fra-hindisvikdama-fra-hindisvik1

 

UPPFÆRT: 
Í kjölfarið af þessari grein fengum við símtal frá Franz Reuter sem á hreinræktaða Hindisvíkurhryssu, fædda 1981 (Æsa frá Hindisvík). Það gerir hana 34 vetra gamla og er hún því elsta núlifandi Hindisvíkurhrossið (sem við vitum um!) :)