Heljar frá Hindisvík er rauður stóðhestur, fæddur árið 1989. Faðir hans er Glóblesi frá Hindisvík og móðir Brúnstjarna frá Hindisvík, sem gerir hann að albróður Hrafnfaxa frá Hindisvík, sem var vinsæll stóðhestur í Þýskalandi.
Við heimildavinnu mína til að skrifa grein um Hindisvíkurhrossin hafði ég samband við eiganda Heljars til 17 ára, Caroline Fuchs. Hún var svo yndisleg að senda mér eftirfarandi tvær myndir af Heljari og smá umsögn: 

hindisvikur-heljarÞessi mynd er tekin á Þýska Meistaramótinu 2003 þar sem Heljar og Caroline sigruðu slaktaumatöltið, en þau urðu alls þrisvar sinnum þýskir meistarar í mismunandi greinum. Hann hlaut hæðst 8 fyrir slaka tauminn.

heljar-fra-hindisvikMyndin hér að ofan er tekin af Heljari í fyrra, 25 vetra gömlum.

Heljar er ekki lengur í þjálfun, sökum aldurs en er partur af fjölskyldunni. "Það var alltaf hægt að reiða sig á hann. Ég fékk hann þegar ég var 8 ára gömul og hann passaði alltaf vel upp á mig, þó hann væri stóðhestur. Hann hefur sterkan persónuleika og það nær honum ekki hver sem er. Hans aðall er töltið, en við vorum einmitt sterkust í því þegar við vorum að keppa. Heljar hefur einnig erft það sterkt áfram til afkomenda sinna."