Þessi vetur hefur verið aldeilis erfiður veðurfarslega til þjálfunar. Allar þessar lægðir og harðir reiðvegir hafa ekki beint verið spennandi til útreiða, en vonandi er vorið handan við hornið.
Við tókum samt að gamni eitt video af Öddu okkar um daginn, þó hún sé ekki komin í mjög gott form.
Adda er spennandi hryssa undan Hágangi frá Narfastöðum og Auði frá Vatnsleysu.