Nýlega skrifuðum við frétt um hryssu sem við töldum vera elsta núlifandi hindisvíkurhrossið sem leiddi til þess að við fengum símtal frá Franz Reuter, en hann á hreinræktaða hindisvíkurhryssu fædda 1981 (Æsa frá Hindisvík). Það gerir hana hvorki meira né minna en 34 vetra gamla ! Þau endast greinilega vel hrossin frá Hindisvík :)