Í dag tókum við fyrstu myndirnar af henni Fimmu okkar, en þetta eru jafnframt fyrstu myndir sem við tökum af Skugga afkvæmi í reið. Fimma er elsta afkvæmi Skugga í okkar eigu, fædd 2009 (á 6.vetur) en er ekki mikið gerð og er þetta fyrsti veturinn sem hún er á húsi. Vegna flutninga okkar úr Hornafirðinum og hingað í Húnavatnssýslu og síðan innréttingu á hesthúsinu hér frestaðist öll tamning og þjálfun á þeim hrossum sem nú eru á 5 og 6 vetur. 
Fimma er skyldleikaræktaður Hornfirðingur, með Ófeig frá Hvanneyri fimm sinnum í sér (þaðan kemur nafnið hennar). Faðir hennar er eins og áður sagði hinn hornfirski Skuggi frá Dynjanda og móðir hennar er Gustsdóttir frá Grund, sem er undan Flosadóttur frá Brunnum (sem er einnig faðir Gusts). 
Okkur líst mjög vel á Fimmu og gefur hún okkur vísbendingar um að hún verði rúm alhliða hryssa.

fimma1

fimma2

fimma3

fimma4

fimma5

fimma6

fimma7

fimma8

fimma9

fimma10

fimma11

fimma12

fimma13Skemmtilegt afturfótaskref

fimma14