Gríma kastaði í gærmorgun brúnhjálmskjóttri hryssu undan Strák frá Vatnsleysu. Hún er einstaklega spök og mannelsk og hefur fengið nafnið Spes frá Hindisvík.
Þetta er fyrsta folaldið sem fæðist í okkar ræktun í ár, en við eigum von á fjórum í viðbót og eru þau öll undan Akk. Þessi tími er alltaf jafn spennandi ! Læt bara myndirnar tala :) 

spesNánast eins lítið hvítt í hjálmskjóttu og getur orðið. Hún er með lítinn hvítan blett á júgurstæðinu. Breiðblesótt, sokkótt á öllum og með hvítt í taglinu. Okkur finnst líka mjög skemmtilegt að blesan er alveg eins báðu megin á andlitinu.

spes1

spes2

spes4bæði augun eru blá

spes5Spök

spes6Það þurfti að halda henni frá með löppunum til að hún kæmi ekki of nálægt og hægt væri að taka mynd !

spes7annars skeði þetta :P

spes8hvítt í taglinu