Jæjja! Mér fannst vera kominn tími á smá færslu, en það hefur verið smá stopp á síðunni hjá okkur undanfarið vegna þess að síðustjórinn & ljósmyndarinn er búin að vera með lítinn aðgang að netinu undanfarið. Ég skrapp hinsvegar heim í frí núna um helgina og tók nokkrar myndir. Myndavélin var reyndar ekki meðferðis, svo síminn var látinn duga í þetta skiptið.
Það sem helst er í fréttum hjá okkur er að það er búið að slá öll tún og verður líklega rúllað í kvöld eða á morgun. Við reiknum með að ná að slá 2x þetta sumarið :)


Strákur er kominn í hryssur í einu fallegasta hólfi landsins og skín af honum gleðin. Í hólfinu eru þrír rennandi lækir, skjól úr öllum áttum og alveg ótrúlega fallegt útsýni. Það er ennþá hægt að bæta við hryssum. Til að koma með hryssu er best að hafa samband við Hanný í síma 845-3832 eða á Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den. :)

220614 1Strákur frá Vatnsleysu

220614 2Ánægður í hólfinu
220614 3
220614 4
220614 5
220614 6Útsýnið yfir á Vestfirðina

220614 7Skráma, Stelpa og Gríma

220614 8Skráma og Stelpan hennar

220614 9Stelpa frá Hindisvík

220614 10

220614 11

220614 12

220614 13

220614 14

220614 15


Á húsi eru nú aðeins Adda og svo 4 og 5 vetra tryppi.
Fimm vetra tryppin eru komin vel af stað og öll byrjuð að stíga í töltið. Fjögurra vetra hryssurnar voru bara að koma inn, en Hanný var ekki lengi að járna þær. Við erum mjög spennt að sjá hvernig þær þróast, en þetta eru þær Hæra (100% Hornfirsk) og Skíma. Skíma er fyrsta afkvæmið undan Grímu sem kemst á tamningaraldur. Hæra er eina hryssan sem við eigum undan Kolbrá og jafnframt fyrsta afkvæmið sem við fengum undan henni í okkar ræktun. Þær eru báðar stórar og myndarlegar og undan Skugga okkar.

 220614 16Gyðja, 5. vetra. F: Aris frá Akureyri. M: Gylfaginning frá Oddhóli.

220614 17Skíma 4.vetra. F: Skuggi frá Dynjanda. M: Gríma frá Laugabóli 2.

220614 18Hæra, hreinræktaður Hornfirðingur. F: Skuggi frá Dynjanda. M: Kolbrá frá Miðfelli.

220614 19Hæra, 4 vetra

220614 20Og að lokum; hringgerðið að taka á sig mynd.