Þessar myndir átti ég alltaf eftir að setja inn, en þær voru teknar í apríl síðastliðnum. Þetta er hann Gottskálk okkar undan Kolskegg frá Oddhóli (F: Gustur frá Grund) og Prinsessu frá Litla-Dal (F: Óskar frá Litla-Dal). Skemmtilegur karakter og efnilegur fimmgangari. 
Hann er í fríi núna á meðan við erum að brasa í æðarvarpinu, en við ætlum að halda áfram með hann í sumar og hlökkum til að sjá hvernig hann þróast.
Hann verður 6 vetra í sumar en er ekki eins mikið gerður og aldurinn gefur vísbendingar um, þar sem allt færðist til um eitt ár vegna flutninganna hingað norður. 

gotti1

 gotti2

gotti3

gotti4

gotti5

gotti6

gotti7

gotti8

gotti9

gotti10

gotti11

gotti12

gotti13

gotti14

gotti15

gotti16

gotti17

gotti18

gotti19