Gargandi-Snilld er komin heim frá stóðhesti og var sónuð fylfull við Nökkva frá Syðra-Skörðugili. Við völdum að halda henni undir hann þar sem hann hefur töluvert mikið Hornfirskt blóð á bak við sig, auk þess að vera frábær einstaklingur.

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili. Knapi er Jakob Svavar Sigurðsson.

Nökkvi frá Syðra-Skörðugili, knapi er Jakob Svavar Sigurðsson.

Nökkvi er undan Aðli frá Nýjabæ sem aftur undan Adam frá Meðalfelli. Adam hefur í sér Hornfirskt blóð í gegn um föður sinn Hrafn frá Holtsmúla. Móðir Aðals, Furða frá Nýjabæ, er undan Aldísi frá Nýjabæ sem er dóttir Ófeigs frá Hvanneyri. 

Aðall frá Nýjabæ, knapi er Þórður Þorgeirsson.

Aðall frá Nýjabæ, faðir Nökkva. Knapi er Þórður Þorgeirsson.

Móðir Nökkva er síðan Lára frá Syðra-Skörðugili, Glampadóttir frá Vatnsleysu (sem okkur leiðist ekki ;) !). Í Glampa er Hornfirskt blóð í gegn um Hrafn frá Holtsmúla (sem er FF hans) og Irpu frá Kyljuholti (sem er MMM). Í móðurætt Láru frá Syðra-Skörðugili má einnig finna talsvert Hornfirskt og nöfn eins og Nökkvi gamli frá Hólmi og Geysir frá Árnanesi koma fyrir sem langafar hennar.

Glampi frá Vatnsleysu, knapi og ræktandi er Björn Friðrik Jónsson

Glampi frá Vatnsleysu MF Nökkva. Knapi er Björn Friðrik Jónsson

Nökkvi var sýndur aftur núna í vor og hlaut í þeirri sýningu meðal annars 9,5 fyrir bæði tölt og brokk, auk 9 fyrir vilja og geðslag og fegurð í reið. Hæfileikaeinkunn hans er 8,53 og sköpulag 8,40 sem gefur aðaleinkun upp á 8,48.

Hér að neðan má sjá myndband af Nökkva þegar við sáum hann fyrst á Svínavatni, en þá var hann aðeins 5 vetra (á 6.vetur). Fyrst kemur viðtal við eigendur og þjálfara hans og Nökkva sjálfan má svo sjá á mínútu 2:16

Með Gargandi Snilld hleypur nú rauðstjörnótt hryssa, Djörfung frá Hindisvík. Sú er undan Akki frá Vatnsleysu og líst okkur mjög vel á hana. Fer um á hágengu brokki og hefur mikið fas.
Myndirnar hér að neðan eru teknar af þeim mæðgum þegar þær voru komnar á Sæból, en þeim verður sleppt út í Vatnsnesið á næstu dögum.

gargandi17

gargandi18

gargandi19

djorfung3

djorfung4

djorfung5