Við höfum beðið með eftirvæntingu eftir að geta byrjað að temja fyrstu Stráksafkvæmin, en þau elstu eru að komast á tamningaraldur núna í haust. Nýlega gripum við tækifærið og náðum í Dalíu og Miðju inn í nokkra daga. Frumtamningin gekk mjög vel og voru hryssurnar mjög þægar og "auðveldar". Þær sýndu bæði tölt og brokk undir knapa og spennandi hreyfingar. Þær eru nú komnar aftur í frí, þar sem þær eru svo ungar ætluðum við bara rétt að gera þær skröltfærar. Stefnan er svo að halda áfram með þær í vetur eða næsta sumar, eftir því sem tími gefst. 
Árgangurinn fæddur okkur 2012 er óvenjustór og telur 9 hross sem eru enn hjá okkur. Þetta eru fyrstu tryppin undan báðum stóðhestunum okkar, Akk og Strák. Þrjú eru undan Strák og restin undan Akk. Það verður því nóg að gera hjá 
okkur í vetur ! :) 

tryppi1Í fyrsta sinn með mann á baki. Dalía & Hanný til vinstri og Miðja & Heiða til hægri.

tryppi2

Miðja fremst með Dalíu í bakgrunn. Húni auðvitað búinn að troða sér með ;) 

tryppi3

Húni aðeins að kíkja á Miðju og Sæla

tryppi4

Miðja 3 vetra

tryppi5

Miðja

tryppi6

Farsæll

tryppi7

Faxið er allt að koma aftur. Þurfum að klippa meirihlutann af því í fyrra vegna þess að það flæktist.

tryppi8

Sæli sem hefur verið mjög dyggur aðstoðarhestur í frumtamningunum.

 tryppi9

Dalía 3 vetra

tryppi10

tryppi11

tryppi12

Dalía sem líkist mjög móður sinni Skrámu í útliti

tryppi13

tryppi14