Síðasta vetur gerðum við stutta grein um stærsta og minnsta Hornfirðinginn, sjá hér. Sem nú er kominn tími á að uppfæra, þar sem Kolviður, (sammæðra Hæru, úr fyrri frétt) er orðinn miklu stærri en hún, þó hann sé enn aðeins 3 vetra. 
Minnsta fullvaxta hrossið okkar er ennþá Hanný.

staerdarmunur1

Hanný 4 vetra (vinstra megin) og Kolviður 3 vetra (hægra megin)

staerdarmunur2

Hanný, Hanný og Kolviður

staerdarmunur3

Kolviður, 3 vetra

staerdarmunur4

Kolviður er nýkominn á hús, en við stefnum að því að gera hann reiðfærann núna ásamt Lundfrið, en þetta eru fyrstu Akksbörnin sem við frumtemjum.

staerdarmunur5

Janus Ari með hnakk og knapa á bakinu í fyrsta sinn.