Það eru til svo fallegar myndir af hrossum sammæðra henni Flugsvinn okkar að ég get ekki annað en deilt þeim með ykkur. 

Flugsvinn er hryssa í okkar eigu undan Geisla frá Sælukoti og 1 verðlauna Hrannarsdótturinni frá Höskuldsstöðum, Hrönn frá Höskuldsstöðum. Flugsvinn er fædd á Höskuldsstöðum í Breiðdal og ræktandi hennar er Marietta Maissen.

hronn fra hoskuldsstodumHrönn og Marietta. Hrönn hlaut meðal annars 9 fyrir tölt og fegurð í reið í kynbótadómi.

Flugsvinn hefur nú verið í 2 ár í folaldseign hjá okkur og eigum við orðið undan henni hann Hrannar, undan Hindsvíkingnum Glæsi frá Hindisvík. Hann er veturgamall dökkrauður og myndarlegur foli og er einn mest Hindisvíkurættaði ógelti folinn á landinu, á eftir föður sínum. Í sumar fæddist undan Flugsvinn og Akki frá Vatnsleysu rauð hryssa sem hefur ekki enn fengið nafn. Flugsvinn var aftur haldið undir Glæsi frá Hindisvík í sumar.

flugsv askur

Hér að ofan er Askur frá Finnsstaðaholti. 4 vetra stóðhestur undan Hauki frá Lönguhlíð. Hann er nú farinn utan til Sviss. Knapi á myndunum er einnig ræktandinn, Marietta Maissen.

flugsv drottning

Drottning frá Höskuldsstöðum er einnig sammæðra Flugsvinn. Hún er undan Erni frá Útnyrðingsstöðum og er einnig í Sviss. 
Fyrstu tvær myndirnar til vinstri eru teknar á nýju heimili hennar á Íslandshestabúgarðinum, Auas Sparsas. Knapi er Flurina Barandun.
Myndin lengst til hægri er tekin heima á Íslandi og situr Marietta hana þar.

flugsv drottninghrifandi

Drottning og Hrífandi, bæði undan Hrönn frá Höskuldsstöðum. Hér fara þau samspora í veðurblíðunni í Sviss.

flugsv embla

Embla frá Finnsstaðaholti, 2 vetra undan Hrönn og Framherja frá Flagbjarnarholti.

flugsv hrifandi

Hrífandi frá Höskuldsstöðum í Auas Sparsas í Sviss, setinn af Flurinu Barandun. Faðir Hrífanda er Draumur frá Lönguhlíð.

flugsv nokkvi

Nökkvi frá Höskuldsstöðum sem er albróðir Hrífanda á myndinni hér að ofan. Knapi er Marietta Maissen.

flugsvinn1

Og að lokum ein mynd af Flugsvinn sjálfri. Knapi er Marietta Maissen.Með því að smella á nöfnin má sjá heimasíðurnar hjá: 

Finnstaðaholt
Auas Sparsas