Nýlega kom út bókin "Alte zuchtlinien", sem fjallar um gömlu hrossaræktarlínurnar á Íslandi, þ.e; Svaðastaðir, Sauðárkrókur, Kolkuós, Kirkjubær, Hornafjörður og Hindisvík. Einnig er fjallað um hvernig hrossin vaxa upp og eru haldin hér á Íslandi. Höfundur er Caroline Kerstin Mende sem hefur einnig gefið út bók um Íslenska sauðféð og aðra um forystufé.

Kaflarnir um Hindisvík og Hornafjörð voru skrifaðir í samstarfi við okkur og lögðum við líka til margar myndirnar sem þar birtast. 

Bókin er ennþá aðeins til á Þýsku, en það stendur til að þýða hana á fleiri tungumál.

Bókina er hægt að nálgast hjá Caroline undir; Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den. og svo erum við líka með nokkur eintök til sölu; Denne e-mail adresse bliver beskyttet mod spambots. Du skal have JavaScript aktiveret for at vise den. . Verð er 2.100 kr plús sendingarkostnaður.

alte cover