Hrafnhildur er komin inn í frumtamningu, en hún er 3 vetra undan Akki frá Vatnsleysu og Hrafndísi frá Mið-Kárastöðum, sem er alsystir hennar Hetju og eru þær hreinræktaðar frá Hindisvík aftur til ársins 1880. Hrafnhildur er einstaklega myndarleg og sýnir spennandi hreyfingar á rúmu brokki ásamt því að grípa í tölt af og til. Hér að neðan eru nokkrar myndir og video þegar hún var í fyrsta skipti í reiðhöllinni.

 

hrafnhildur4

hrafnhildur5

hrafnhildur6

hrafnhildur7

hrafnhildur1

hrafnhildur2

hrafnhildur3

hrafnhildur8

hrafnhildur9

hrafnhildur10

hrafnhildur11

hrafnhildur12

hrafnhildur13

hrafnhildur14

hrafnhildur15

hrafnhildur16

hrafnhildur17

hrafnhildur18

hrafnhildur19

hrafnhildur20

hrafnhildur21

hrafnhildur22

hrafnhildur23

hrafnhildur24

hrafnhildur25

Þess má geta að frumtamningar hafa gengið vel hjá okkur í haust og eru nú fyrstu tryppin undan báðum stóðhestunum okkar, Akk og Strák, orðin reiðfær og við mjög ánægð með útkomuna. Við tókum þau bara stutt núna í haust og verða einhver inni í einhvern tíma í vetur og önnur í sumar. Stefnir allt í spennandi vetur og sumar hér á Sæbóli :)