Við skruppum í smá jólarúnt í Hindisvík í dag til að taka undan nokkur folöld. Hrossin líta mjög vel út og það er enn grænt gras og nánast enginn snjór út í Hindisvík. Ég var ekki með myndavélina með mér, en tókst að taka nokkrar myndir á símann. Gæðin eru ekki þau bestu, en betra en ekkert : )
Vonandi hafið þið haft það gott um jólin
-Heiða
hindis2ijol1Dáð 2 vetra undan Grímu og Strák frá Vatnsleysu

 hindis2ijol2

Tryppin tóku vel á móti okkur

hindis2ijol3

Miðja, Lísa og Dáð að skoða Húna

hindis2ijol4

Miðja, Lísa og Dáð

hindis2ijol5

Toppur og Dalía í rólegheitunum. Þau eru bæði undan Strák.

hindis2ijol6

Miðja er loksins að fá faxið sitt aftur. Við þurfum að klippa flækju úr því þegar hún var 3 vetra, sem var algjör synd þar sem hún var óvenjulega faxprúð miðað við svona ungt hross.

hindis2ijol7

Miðja aftur. Hún er undan Strák og Villimey sem var undan Orion frá Litla-Bergi. Hanný frumtamdi Miðju í haust og reyndist hún mjög efnileg. Stefnt er að áframhaldandi tamningu seinna í vetur.

hindis2ijol8

Dáð sem varð 2 vetra í september. Hún hefur stækkað mjög mikið í haust.

hindis2ijol9

Dáð

hindis2ijol10

Frökk frá Hindisvík er 2 vetra hryssa undan Glæsi frá Hindisvík og Frá frá Hindisvík, sem gerir Frökk 75% hreinræktaða frá Hindisvík.

hindis2ijol11

Frökk í nánast eina snjónum sem var í Hindisvík

hindis2ijol12

Skarði er tveggja vetra Strákssonur undan Skrámu. Myndarlegur og vingjarnlegur foli.

hindis2ijol13

Frigg er merfolald fætt í sumar undan Frá og Akki frá Vatnsleysu.

hindis2ijol14

Dáð og Toppur, bæði 2 vetra og undan Strák frá Vatnsleysu. Ég vil endilega taka fram að Toppur er ekki eins lítill og hann virðist vera á myndinni og í raun er ekki svona mikill stærðarmunur á þeim tveimur, kemur einhverra hluta vegna svona skringilega út.

hindis2ijol15

Djörfung er kominn heim í Sæból. Hún er fædd í sumar undan Gargandi-Snilld og Akki frá Vatnsleysu.

hindis2ijol16

Spes er líka komin í Sæból. Stór, myndarleg og spök. 

hindis2ijol17

 

Spes aftur. Hún er undan Strák og Grímu og því alsystir Janusar Ara og Dáðar.

hindis2ijol18

Djörfung aftur. Hún á von á syskini næsta sumar undan Nökkva frá Syðra-Skörðugili, við erum orðin smá spennt fyrir að sjá það folald ;) 

hindis2ijol19

Spes aftur

hindis2ijol20

og aftur að skoða myndavélina 

hindis2ijol21

Þau gerast nú ekki mikið krúttlegri en hún Spes :)