Nú fer árið 2015 að líða undir lok og því við hæfi að skoða helstu viðburði og breytingar líðandi árs :) 

 annall2015 6

Ég vil byrja á því að fara yfir þau hross sem bættust við hjá okkur þetta árið, en 2015 fæddust okkur fimm folöld og vorum við svo heppin að fá bara hryssur. 
Fyrst fæddist Spes, brúnhjálmskjótt undan Grímu og Strák. Sem gerir hana að alsystur Dáðar og Janusar Ara.  

spesSpes frá Hindisvík

Næst í röðinni var hún Hafrún, undan Glæringu og Akki. Hafrún er rauðskjótt og er þetta 5 folaldið í röð undan Glæringu sem er skjótt, en það er nokkuð merkilegt þar sem hún er ekki arfhrein skjótt og því aðeins 50% líkur á skjóttu í hvert skipti. Við erum mjög sátt með það J  

hindishross8Hafrún frá Hindisvík

Frá og Gargandi-Snilld voru báðar kastaðar þegar við fórum út í Hindisvík um miðjan júní. Frá kom með rauða hryssu, sem heitir núna Frigg og er undan Akki. Gargandi Snilld kom einnig með rauða Akksdóttur, hana Djörfungu.

annall2015 1Frigg til vinstri og Djörfung til hægri
Síðast en ekki síst kastaði Flugsvinn rauðri hryssu undan Akki, sem hefur ekki enn hlotið nafn.
hindishross3Flugsvinnar og Akksdóttir
Einn fullorðinn hestur bættist í hjörðina hjá okkur 2015 og er það hann Farsæll sem hefur reynst okkur mjög vel sem aðstoðarhestur við frumtamningar og teymingar, enda traustur og duglegur.

farsaell2Farsæll frá Vatnahjáleigu

Þessi hross fóru frá okkur 2015:

adda1Adda skimaSkíma gydja12Gyðja skuggi25Skuggi
milla7Milla gotti20Gottskálk janusari37Janus Ari hindishross3Flugsvinnar og Akksdóttir

Nú lítum við fram á mjög spennandi ár 2016, þar sem margt er framundan og nokkuð stór hópur af ungum hrossum á járnum.

Frumtamningar 2016
Árið 2016 komast fimm tryppi á frumtamningaraldur hjá okkur. Þau má sjá hér að neðan:

skardiSkarði drottningDáð toppur15Toppur
frokk9Frökk gunnarbGunnar B


Væntanleg folöld 2016
Eins og vanalega byrjar tilhlökkunin fyrir væntanlegum folöldum mjög snemma. Ef allt gengur eftir eigum við von á fjórum folöldum í Hindisvík árið 2016. 

annall2015 2Gargandi Snilld (hægri) fór undir Nökkva frá Syðra-Skörðugili (vinstri)annall2015 3Gríma (hægri) var hjá Strák (vinstri) og því von á hjálmskjóttu folaldiannall2015 4Bára (vinstri) fór undir Akk frá Vatnsleysu og Flugsvinn (hægri) fór undir Glæsir frá Hindisvík

Hér að neðan eru svo nokkrar myndir frá þessu ári. Með því að smella á þær er hægt að stækka þær og lesa textann sem fylgir þeim. 

hindishross5 vhringur40 tryppi1 duntynsla1 240515 52
strakurbjossi4 staerdarmunur2 hindishross11 hetja2015 12
vhringur24 adda2 vhringur27 hrannar12 hindishross32
240515 8 hindishross28 adda18 strak mai 2015 3
240515 41 240515 76 janusari36 hindishross27


Við viljum svo enda þessa upptalningu á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir allt á árinu sem er að líða undir lok !  

nyars1