Í morgun tókum við fyrstu myndirnar af Hanný frá Þúfu undir knapa. Það var ennþá frekar dimmt sem bitnaði á myndgæðunum, en það spáði svo leiðinlega í dag að við ákváðum að drífa okkur út í myndatöku :) 
Hanný er mikið Hornfirskt ættuð hryssa á fimmta vetur. Hún er núna um 2 mánaða tamin í heildina og erum við mjög ánægð með hana. Lítil en kraftmikil og hágeng. 
Faðir hennar er Flosi frá Þúfu sem er undan Gusti frá Grund og móðir hennar er Bylgja frá Lambleiksstöðum sem er líka Gustsdóttir frá Grund og undan Flosadóttur. Þannig að Flosi frá Brunnum er FFF, MFF og MMF Hannýjar.
Bylgja var eitt sinn í okkar eigu og fengum við undan henni nokkur folöld, þar á meðal Þránd og Fimmu.

hanny feb2016 1

hanny feb2016 2

hanny feb2016 3

hanny feb2016 4

hanny feb2016 5

hanny feb2016 6

hanny feb2016 7

hanny feb2016 8

hanny feb2016 9

hanny feb2016 10

hanny feb2016 11

hanny feb2016 12

hanny feb2016 13

hanny feb2016 14

hanny feb2016 15
og að lokum ein af þeim báðum brosandi :) 


Svo náði ég þessum tveimur myndum af Hugrúnu, sem ég tók af mjög löngu færi út um gluggann. Það er svo á dagskrá að fara að taka betri myndir af henni fljótlega, þar sem við eigum engar. Hún er á svipuðu tamningarstigi og Hanný.

hugrun glugga1

hugrun glugga2