Glæsir frá Hindisvík er síðasti núlifandi stóðhesturinn sem er hreinræktaður af gamla Hindisvíkurkyninu. Má með nokkurri vissu ætla að hann sé einnig einsdæmi um stóðhest með svo langa stofnræktun á bak við sig, en það er enginn aðkomuhestur í ættartrénu hans og allir forfeður frá Hindisvík alveg aftur til 19.aldar (um 1880). Þetta gerir hann að sjálfsögðu mjög óskyldan flestum núlifandi hrossum á Íslandi. 
Glæsir er dökkrauður, blesóttur með leist á afturfæti. Hann er fæddur árið 1996 og verður því 20 vetra í sumar.
Tobbi seldi móður Glæsis þegar hún var fylfull og fæddist Glæsir sumarið eftir. Kaupandinn og eigandi Glæsis alla tíð er Loftur á Ásbjarnarstöðum. 
Glæsir var aðeins taminn sjálfur og vakti mikla athygli fyrir óvenjulegar hreyfingar.

glaesir

Myndin hér að ofan er tekin af Glæsi snemma sumars 2015 þegar honum hafði verið sleppt í hryssur. Þarna er hann 19 vetra og finnst okkur hann alveg einstaklega hálsgrannur, þurr- og léttbyggður fyrir svona fullorðinn stóðhest.

glaesir1Glæsir 19 vetra glaesir2Glæsir 19 vetra


Við höfum notað Glæsir töluvert núna á síðustu árum (sérstaklega eftir að við fluttum norður og komumst nær honum) og líst mjög vel á tryppin okkar undan honum. Mjög áberandi í þeim er skrefmikið brokk með háum fótaburði og miklu afturfótaskrefi. 
Hér að neðan má sjá smá myndasafn af afkvæmum hans sem við höfum átt.

 

frokk8Frökk frá Hindisvík, fædd 2013. huni1Húni frá Ásbjarnarstöðum, þarna 3 vetra. hrannar13Hrannar frá Hindisvík, þarna veturgamall (2015)
fjodur4Fjöður frá Hindisvík, fædd 2014. huni10Húni frá Ásbjarnarstöðum, þarna 3 vetra. elrond6Elrond frá Hindisvík, fæddur 2012.
hrannar14Hrannar frá Hindisvík, veturgamall. (fæddur 2014) huni2Húni frá Ásbjarnarstöðum, þarna 3 vetra. elrond3Elrond frá Hindisvík, fæddur 2012.
hroi6 1Hrói frá Hindisvík, fæddur 2011. fjodurFjöður frá Hindisvík, fædd 2014.
fjodur1Fjöður frá Hindisvík, fædd 2014. huni5Húni frá Ásbjarnarstöðum, þarna 3 vetra. hetja7Hetja frá Mið-Kárastöðum, nokkurra mánaða tamin.
hetja8Hetja frá Mið-Kárastöðum, nokkurra mánaða tamin. huni12Húni frá Ásbjarnarstöðum, þarna 3 vetra.