Nokkrar myndir sem voru teknar í haust. Ungu stóðhestarnir eru komnir heim og allt leikur í lyndi. Hesthúsið er komið vel á veg, en margt eftir að gera fyrir veturinn. Hann Álfur okkar fékk nýtt heimili um daginn og er nú kominn á fæðingarstaðinn á Dynjanda. Það bættist eitt nýtt hross í stóðið, en það er hún Hanný frá Þúfu. Hornfirsk hryssa á fjórða vetur undan henni Bylgju (Gustsdóttir frá Grund sem við áttum og Flosa frá Þúfu, sem er einnig Gustssonur). Hún er frekar smá, enda mikið skyldleikaræktuð, en hreyfir sig mjög fallega. Hún verður aðeins frumtamin núna. Nýlega slepptum við honum Nökkva en hann er orðinn reiðfær og gekk mjög vel með hann.

 231014-1

Hávi var inni í nokkra daga og fékk þarna að hitta hina ungfolanna.

231014-2

231014-3

Janus Ari

 231014-4

Veturgamall foli undan hreinræktaðri hindisvíkurhryssu og hreinræktuðum hornfirskum hesti.

231014-5

oppur (nær) og Janus Ari (fjær). Báðir ógeltir folar undan Strák frá Vatnsleysu.

231014-6

Toppur kom mjög vel undan sumrinu, og hefur greinilega ekki liðið undan næringarskorti ;)

231014-7

Janus Ari frá Dynjanda

 

 

231014-8

Álfur frá Dynjanda

 231014-9

Nökkvi, 3 vetra geldingur af Hornfirskum ættum.

231014-10

Nökkvi, Álfur og Ófeigur.

231014-11

Svart & hvítt.

231014-12

Strákur að hafa það gott.

231014-13

Ófeigur, 3 vetra stóðhestur af Hornfirska stofninum.

231014-14

3 félagar.

231014-15

Strákur frá Vatnsleysu.

231014-16

Svo að lokum ein mynd af nýju hryssunni okkar, Hanný frá Þúfu.