Nú er heimasíðan líka aðgengileg á Þýsku !
Síðustu vikurnar höfum við verið að vinna að því jafnt og þétt að þýða heimasíðuna okkar á þriðja tungumálið og er það að mestu búið, nema einhver smáatriði og svo fréttir sem munu vera þýddar á næstu dögum. 
Á meðan við vorum að standa í þessu hafa allar fréttir setið á hakanum og ætla ég að setja inn nokkrar myndir sem voru alltaf á leiðinni hingað :) 

strakur april2016 1

Fyrir nokkrum dögum í frábæru veðri skruppum við með hann Strák niður að sjó og tókum nokkrar mjög sérstakar myndir. 

strakur april2016Hér er önnur mynd úr sömu gönguferð ^^

kufan

Nýlega fengum við senda þessa flottu mynd af Kúfu frá Hindisvík. Knapi er Marietta Maissen sem hefur séð um tamningu og þjálfun á henni. Eigandi er Péturs Behrens. Hún er undan Glæringu og Hugni frá Haga og því alsystir Hugrúnar.
Ljósmyndari er Flurina Barandun.

akkura20

Hér að ofan má sjá stóra og myndarlega Akksdóttur á fjórða vetur, Fléttu frá Finnsstaðaholti. Við hana stendur Marietta Maissen sem er jafnframt eigandi og ræktandi hryssunnar. 
Myndina tók Flurina Barandun.

glenna aprilHér að ofan er hún Glenna frá Flugumýri. Hún er nú í smá þjálfun og stefnan er sett á að halda henni undir Strák frá Vatnsleysu í sumar. Virkilega skemmtileg, falleg og viljug hryssa.

strakur pasakareidtur

Myndasyrpa sem var tekin af Heiðu og Strák í reiðtúr á páskadag. Ljósmyndari er Elena Danioth.

strakur elenaElena Danioth, vinkona Heiðu frá Sviss kom í heimsókn og fékk að prufa Strák. Veðrið var reyndar ekkert sérstaklega spennandi en hún virtist samt skemmta sér ágætlega (sjá efstu myndina) =)

 -Heiða