Nú þegar æðarvarpið er komið á fullt skrið höfum við sleppt flestum hrossunum okkar í frí á meðan á því stendur. Áður en þau fóru út tókum við myndir af nokkrum þeirra til gamans.

Ég ætla að byrja á nokkrum myndum af henni Glennu frá Flugumýri, sem við vorum svo heppin að geta fest kaup á í vetur. Hún var í nokkrar vikur í áframhaldandi tamningu hjá Heiðu og erum við mjög ánægð með hana. Hún er mjúkgeng með takthreint og mjúkt tölt.
Við ætlum að halda henni undir Strák frá Vatnsleysu í sumar og hlökkum til að fá hjálmskjótt folald undan þeim næsta sumar :) :)

glenna12

glenna13

glenna14

glenna15

glenna16

glenna17

glenna18

glenna19

glenna20Hanný ánægð með tamninguna:

glenna22

glenna23

glenna24

glenna25

glenna26

glenna21

glenna27

glenna28


Hetja er eitt af örfáum hrossum sem verða áfram inni á meðan á æðarvarpinu stendur. Hún er eins og oft áður hefur verið skrifað; hreinræktaður Hindisvíkingur aftur til ársins 1880. Undan föður hennar, Glæsi frá Hindisvík, eigum við orðið nokkur tryppi og bíðum mjög spennt eftir að temja fleiri. Hetja er fjórgangshryssa með frábæran grunn. Alltaf hágeng og verður spennandi að fylgjast með henni þróast áfram.

hetja10

hetja11

hetja12

hetja13

hetja14

hetja15

hetja16

hetja17

hetja18

hetja19

hetja20

hetja21


Melkorka var inni í þrjár vikur núna í vor því við tömdum hana svo stutt í haust þar sem frumtamningin gekk svo fljótt og vel fyrir sig. Hún hafði engu gleymt og þar sem æðarfuglinn kom óvenjusnemma í land var hún líka stutt inni í þetta skiptið. Melkorka er úr fyrsta árgangnum undan Akki frá Vatnsleysu og líst okkur mjög vel á þau tryppi. Þau eiga öll sameiginlegt að vera stór og myndarleg og grípa mikið í takthreint tölt.

melkorka8

melkorka9

melkorka10

melkorka11

melkorka12

melkorka13

melkorka14

melkorka15

melkorka16

melkorka17

melkorka18


Dalía var líka inni í nokkra daga ásamt Melkorku. Hún er stór, myndarleg og hreyfingamikil alhliðahryssa á fjórða vetur, undan Strák og Skrámu, Skrámsdóttur. Dalía fyrsta afkvæmið undan þeim sem kemur til tamningar, en við eigum til tvö yngri alsystkini hennar. Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af henni að hlaupa frjálsri í reiðhöllinni og svo þrjár myndir í reið þar sem var beðið að biðja hana um tölt í fyrsta skipti.

dalia24

dalia25

dalia26

dalia27

dalia28

dalia29

dalia30

dalia31

dalia32

strakura45