Æðarvarpið er komið í fullt gang og því lítill tími til annars en að passa vel upp á það.
Flestöll hrossin eru komin í frí og nú fer líka að styttast í fyrstu folöldin sem við erum mjög spennt fyrir :) 

Hér að neðan eru nokkrar myndir frá æðarvarpinu

aedarvarp1

Þessi skilti gera gæfumuninn. Verst að tófan getur ekki lesið það.

aedarvarp2

Æðarkolla sem hefur komið sér vel fyrir í gömlu dekki.

aedarvarp3

Séð yfir neðsta hlutann af varpinu

aedarvarp4

Neðst í varpinu

aedarvarp5

aedarvarp6

aedarvarp7

aedarvarp8

Hér að ofan sér aðeins yfir hluta af aðalvarpinu

aedarvarp9

Við fengum mjög flott efni frá Kidka - ullarverksmiðjunni á Hvammstanga og notuðum það í að búa til þessar fínu veifur sem hanga á snúrum víða í varpinu. Heimasíðan hjá Kidka er www.kidka.com

aedarvarp10

Blikarnir eru alltaf jafn glæsilegir, en gera því miður lítið gagn í varpinu

aedarvarp11

Felumynd: Hverjum blika fylgir ein kolla, sem er töluvert erfiðara að koma auga á heldur en karlfuglinn.

aedarvarp12

Úr aðalvarpinu

aedarvarp13

Horft út Miðfjörðinn

aedarvarp14

Hjólhýsið og skotpallurinn sjást vel þarna fyrir framan Miðfjörðinn


 

Eftirfarandi myndir eru allar teknar á næturvöktum:

aedarvarp15

aedarvarp16

aedarvarp17

Næturnar verða sí bjartari og litasamsetningin á himninum alltaf flottari 

aedarvarp18

Kósý í hjólhýsinu

aedarvarp19

Panorama mynd, tekin af skotpallinum

aedarvarp207aedarvarp21

aedarvarp22

aedarvarp23


Norðurljós yfir æðarvarpinu 2.maí 
Þetta var rosalega flott sjónarspil og mikil hreyfing og litafjölbreytni. Miklu flottara í alvörunni heldur en þetta myndband sýnir, en kanski góður mælikvarði að það sé hægt að ná þeim á síma með frekar léleg myndgæði.
Til að sjá þetta sem best gæti þurft að breyta yfir í HD gæði á myndbandinu, en það er gert með því að smella á tannhjólið hægra megin niðri og velja það hæðsta sem er hægt hjá "quality".


Þetta myndband er tekið nákvæmlega 2 vikum seinna en það sem er hér fyrir ofan, á sama tíma, eða kl 02 um nóttina. Góður mælikvarði á hversu hratt er að birta til á nóttinni.