Nú þegar dúntekju er lokið og aðeins farið að róast í æðarvarpinu gefst loksins tími til að setja inn myndir frá dúntýnslunni. Ég ákvað að taka símann með og reyna að ná nokkrum myndum, þar sem maður kemst nú ekki á hverjum degi inn í mitt varpið til að mynda. Því miður gat maður ekki gefið sér langann tíma til að vanda sig við að mynda og var eiginlega bara smellt af í flýti. Þegar ég fór að skoða myndirnar betur tók ég eftir því að fingurinn var með á flestum myndanna .. áfram ég! Náði nú samt sem betur fer að klippa hann út af mörgum :)
Myndirnar sýna til dæmis (fyrir utan puttaling) mismunandi hreiðurstæði, en mér finnst mjög skemmtilegt að pæla í því þar sem smekkurinn hjá kollunum er mjög misjafn. Sum hreiður voru meira til höfð en önnur og mátti til dæmis finna stórar og skrautlegar fjaðrir, ásamt skeljum, kuðungum og fleiru.
Tekjan gekk ágætlega fyrir utan smá vind sem dró þetta aðeins hjá okkur. Við höfum hinsvegar verið í óvenjulega mikilli baráttu við varg og þá aðallega tófu á þessu tímabili. Eins sást einn minkur í varpinu sem við höfum ekki áður orðið vör við og vonandi aldrei aftur. 
Nú er sjórinn fullur af ungum og þar af leiðandi þarf að verja strandlínuna vel fyrir flugvarg sem annars týnir þá einn af öðrum upp úr sjónum. 
Það er því enn nóg að gera þó að þetta sé aðeins farið að róast. Þetta getur verið strembin búgrein á meðan á törninni stendur, en um leið og líður á haust er maður farinn að hlakka til næsta vors.

duntynsla1Fyrsta kollan sem við týndum frá

duntynsla2Hreiður í dekki, fyrir tekju

duntynsla3Aftur sama hreiður og að ofan

duntynsla4Hér er sama hreiður, búið að taka eggin úr..

duntynsla5.. aftur þegar dúnninn er farinn .. 

duntynsla6.. og að lokum búið að setja þurrt hey í staðinn og eggjunum raðað tilbaka.

duntynsla7Alveg að koma ungi

duntynsla8Það þurfti að passa vel hvert var stigið/skriðið, sérstaklega í aðalvarpinu þar sem fuglinn er sem þéttast.

duntynsla9Hreiðurstæði við hálft dekk 

duntynsla10Utarlega í varpinu

duntynsla11Elstu kollurnar eru næstum því orðnar alveg ljósgráar

duntynsla12Hanný við dúntekju

duntynsla13

Í varpinu

duntynsla14

Hreiður við flaggstöng

duntynsla15

Duglegur æðarbóndi. Nýjungin í ár voru þessir gulu pokar undir dúninn.
Algjör snilld. Heyrist ekki í þeim eins og í ruslapokunum og fuglinn því rólegari.

duntynsla16Horft úr varpinu að skotpallinum

duntynsla17

..

duntynsla18

Dekkin eru alltaf mjög vinsæl.

duntynsla19

..

duntynsla20

..

duntynsla21

Þrjóskan nær hámarki ! og enginn gefur sig.
Þetta höfum við aldrei séð áður.

duntynsla22

..

duntynsla23

Verið að lagfæra dúninn. 

duntynsla24

Þessi var mjög spök :)

duntynsla25

og falleg

duntynsla26

Húsin eru líka flest fullsetin

duntynsla27

sama og á efri mynd

duntynsla28

Komnir ungar ! 

duntynsla29Glænýjir. Þeir fengu að halda dúninum :)

duntynsla30Þær voru mjög duglegar að verpa í ár og voru flest hreiður með 5-7 egg.

duntynsla31Húsin eru mjög sniðug. Verja vel fyrir veðri og flugvargi.

duntynsla32Alveg að koma ungar. Komnar sprungur á öll egg í þessu hreiðri.

duntynsla33Í varpinu

duntynsla34..

duntynsla35..

duntynsla36

..

duntynsla37..

duntynsla38
..

duntynsla39

Fallegur dúnn

duntynsla40..

duntynsla41fyrir..

duntynsla42

.. eftir

duntynsla43..

duntynsla44..

duntynsla45

með felulitina á hreinu

duntynsla46..

duntynsla47

Fínasta dekkjaauglýsing ;)

duntynsla48

..

duntynsla49

Sumum kollum þarf að lyfta af hreiðrinu

duntynsla50

Hér sjást vel veifurnar sem við bjuggum til í vor. Fengum til þess þetta fallega efni frá ullarverksmiðjunni á Hvammstanga, Kidka.

duntynsla51Veifurnar :)

duntynsla52Í varphlutanum niðri við sjó

duntynsla53

..

duntynsla54

..

duntynsla55

Roger??! (í þessu tilfelli var það Tobbi)

duntynsla56

..

duntynsla57

Hanný í óstöðvandi tínsluham. Byrjaði kl 04 um morguninn !

duntynsla58

Svo heyrist alltaf vinalegt tíst úr þeim :) :)

duntynsla59

..

duntynsla60

:D 

duntynsla61

Hús eftir Hanný

duntynsla62

Hér hefur gæs verpt undir einu af A-húsunum

duntynsla63

Dúnn

duntynsla64

Hluti af dúninum. Þarna er verið að blása heitu lofti undir hann til þerris.

duntynsla65

..

duntynsla66

..

duntynsla67

..duntynsla68

Það vantar ekki fjölbreytnina í hreiðurstæðin.


Að ofan má sjá mjög stutt myndband þar sem æðarkolla er að hagræða dún. Mæli með að horfa á það í bestu mögulegu gæðum.