Hornfirðingurinn Bára frá Miðfelli kastaði í dag brúnni hryssu undan Akki frá Vatnsleysu. Hún er aðeins nokkurra klukkustunda gömul þegar myndirnar eru teknar og var ennþá að ná að fóta sig almennilega. Það mátti samt vel sjá að folaldið var lappalangt og reisulegt og verður gaman að sjá hana þegar hún hefur teygt úr sér. Hún hefur nú þegar fengið nafnið Hrefna frá Hindisvík vegna þess hve rosalega dökk hún er, en við höfum sjaldan séð svona dökkt folald sem er ekki svart (hún er brún). Það á líka vel við þar sem amma hennar (MM) ber sama nafn.

bara kostud1

bara kostud2

bara kostud3

bara kostud4

bara kostud5