Milla frá Miðfelli er fædd okkur árið 2012, en hún er undan alhornfirskri hryssu sem við fengum lánaða í Miðfelli og héldum undir Akk frá Vatnsleysu árið 2011. Hún var seld síðasta vor, þá 3 vetra gömul og fór undir stóðhestinn okkar Strák frá Vatnsleysu. Fyrir stuttu fengum við sendar þessar myndir af henni og dóttur hennar og Stráks sem hefur fengið nafnið Óskadís. Hún er rauðblesótt, glaseygð og sokkótt á báðum afturfótum. Þær mæðgur eru nú staddar í mjög góðu atlæti í Svíþjóð og óskum við Ann-Margareth Billö innilega til hamingju. Hún segir Óskadísi fara mikið um á tölti og að Milla sé frábær móðir. Bara skemmtilegt að fá svona skilaboð ! 

milludottir1

milludottir

milludottir2

milludottir3

milludottir4

milludottir5

milludottir6

Þess má geta að allar myndirnar eru eftir Ann-Margareth Billö.