Nýlega fór ég og heimsótti vinkonu mína Veru og hestfolaldið hennar sem hún fékk núna í sumar undan Strák okkar og Brúnblesu sinni. Hann er Svartur, blesóttur, hringeygður á báðum augum og hafði þá ekki hlotið neitt nafn. 
Ég ætlaði nú bara að taka nokkrar "venjulegar" myndir af honum, en sá stutti var greinilega mjög mikill persónuleiki (sjaldan fellur eplið langt frá eikinni) og var búinn að vera án leikfélaga í smá stund, þar sem hinar folaldshryssurnar voru nýlega farnar undir aðra stóðhesta. Í hólfinu hjá honum var eldri skjóttur hestur og var þörfin fyrir leikfélaga tekin út á honum, en hann lá nú bara þarna og var að reyna að hafa það náðugt. Ég dáist að því hversu þolinmóður Skjóni var í gegn um allt þetta áreiti, en hann lét ekki raska ró sinni meira en það að leggja eyrun aftur.
Eftir þetta atriði gat fátt annað komið til greina en að folaldið fengi eitthvað grallaralegt nafn og varð Prakkari fyrir valinu :) 

prakkarinn1

prakkarinn2

prakkarinn3

prakkarinn4

prakkarinn5

prakkarinn6

prakkarinn7

prakkarinn8

prakkarinn9

prakkarinn10

prakkarinn11

prakkarinn12

prakkarinn13

prakkarinn14

prakkarinn15

prakkarinn16

prakkarinn17

prakkarinn18

prakkarinn19

prakkarinn20

prakkarinn21

prakkarinn22

prakkarinn23

prakkarinn24

prakkarinn25

prakkarinn27

prakkarinn28

prakkarinn29