Nú finnst mér vera kominn tími á að kynna nýjung í stóðinu okkar sem við erum gríðarlega spennt yfir.
Nýjungin er engin önnur en Kleópatra frá Kirkjubæ, dóttir Rauðhettu og Oturs frá Sauðárkróki. Rauðhettu þarf vart að kynna fyrir hestamönnum, en hún átti heimsmet sem hæst dæmda kynbótahross í heimi í mörg ár. Með aðaleinkun upp á 8,81 og hæfileika: 9,23 ! Þar af hlaut hún 10 fyrir tölt, 9.5 fyrir skeið, höfuð, háls/herðar/bóga og 9 fyrir brokk, vilja og fegurð í reið.

kleopatra3Kleópatra frá Kirkjubæ, 19 vetra

Tobbi hefur árum saman verið spenntur fyrir þessari hryssu og kom það honum því skemmtilega á óvart þegar hann fékk hana stórafmælisgjöf.

kleopatra6Kleópatra og sonur hennar sem er undan Valgarð frá Kirkjubæ 

Kleópatra er nú komin í hólf hjá Glæsir frá Hindisvík sem er síðasti hreinræktaði hesturinn af gamla Hindisvíkurstofninum. Við stöndum núna frammi fyrir því að þurfa að ákveða hvernig við getum haldið áfram að rækta Hindisvíkurhrossin núna þegar svona fá eru eftir og síðasti stóðhesturinn orðinn aldraður. Rauðhetta frá Kirkjubæ (móðir Kleópötru) er undan Brönu sem undan Glóblesa frá Hindisvík. Þarna kemur tenging til baka í Hindisvíkurblóðið auk þess sem þessi blanda, Hindisvík og Kirkjubær, reyndist mjög vel þegar Glóblesi var notaður í Kirkjubæ. Komu út úr því margir þekktir gæðingar eins og til dæmis Seifur, Sóti og dóttursonur hans, Strákur, en þessir þrír hestar komust allir í úrslit á Evrópumótum. Brana, móðir Rauðhettu var einnig undan Glóblesa, en hún var 1.verðlauna hryssa með heiðursverðlaun fyrir afkvæmi.

kleopatra2Kleópatra og sonur hennar fæddur 2016

hindisvikur raudhetta fra kirkjubae

Rauðhetta frá Kirkjubæ, móðir Kleópötru

 

 

Stutt myndskeið af Rauðhettu frá Kirkjubæ

hindisvikur brana fra kirkjubae

Glóblesadóttirin Brana frá Kirkjubæ (MM Kleópötru); 1.verðlauna hryssa sem hlaut síðar Heiðursverðlaun fyrir afkvæmi

 hindisvikur seifur

Seifur frá Kirkjubæ, Glóblesasonur. Hann vakti mikla athygli þegar hann varð annar í tölti og fjórgangi á EM 1981 í Larvík í Noregi.
Knapi er Unn Kroghen. 

hindisvikur soti

Sóti frá Kirkjubæ, Glóblesasonur. Hlaut 8,50 fyrir hæfileika á Landsmótinu 1982. Knapi er Sigurbjörn Bárðarson.

kleopatraogsonur

Og að lokum ein mynd af Kleópötru og syni hennar. Tekin þegar ég heimsótti þau í stóðhestahólfinu hjá Glæsir :)