Haustið er alltaf mjög spennandi tími og er loksins komið að því að frumtemja unghrossin. Við erum byrjuð á árganginum okkar fæddum 2013 og ákváðum að dreifa þeim aðeins í staðinn fyrir að taka þau öll inn í einu. Skarði kom fyrstur inn og stoppaði ekki lengi því frumtamninginn gekk fljótt fyrir sig. Hann var mjög þægur og erum við mjög spennt að sjá hvernig hann kemur til með að þróast seinna meir. Skarði er nú kominn aftur út í fjall þar sem hann fær að njóta þess að vera ungur og frjáls aðeins lengur.
Nú eru á húsi Toppur frá Haukholtum sem var tekinn beint úr fjallinu fyrir 10 dögum og er búið að ríða út á honum nokkrum sinnum og svo hún Frökk sem er bara nýkomin inn og er verið að byrja á.
Í árgangnum eru nokkur tryppi undan Strák frá Vatnsleysu og er þetta annar árgangurinn undan honum sem við frumtemjum og erum við mjög ánægð með útkomuna. Tryppin eru auðtamin og allur gangur laus með fallegum hreyfingum. Í vetur reiknum við með að vera með eina hryssu (restin er seld eða fylfull) á fimmta vetur (Dalía) undan honum í áframhaldandi þjálfun og verður gaman að sjá hvernig hún kemur út. 

Hér að neðan eru nokkrar myndir af honum Topp Strákssyni: 

tft 2

tft 3toppur22

tft 5

tft 6

tft 7

tft 8

tft 9

tft 10

tft 11

tft 12

tft 13

tft 14

tft 15

tft 16

tft 17

tft 18

tft 19

tft 20

toppur23

tft 21

tft 22

tft 23

tft 24

tft 25

tft 26

tft 27

tft 28

tft 29

tft 30

tft 31❤❤❤

tft 32

tft 33

tft 34

tft 35