Eins og oft áður er spenningurinn fyrir þeim folöldum sem eru væntanleg næsta sumar að verða óbærilegur. Ég tók saman smá samantekt um hvað er væntanlegt og minnkaði tilhlökkunin nú ekki við það :)
Við vorum óvenju dugleg að halda hryssum sumarið 2016, venjulega erum við að fá í kring um 4 folöld, en núna stefnir í 10 stykki ef allt gengur vel.


2017 dad

Dáð fór undir Lexus frá Vatnsleysu og eru 50% líkur á að afkvæmið verði hjálmskjótt. Þetta er fyrsta afkvæmi hennar, enda er hún aðeins á fjórða vetur. Heiða ákvað að halda henni einu sinni áður en hún verður tamin.
Afkvæmið verður aðeins skyldleikaræktað. Það hefur Glampa frá Vatnsleysu sem bæði MFF og FMF. Svo er Hróður frá Refsstöðum, líka tvisvar í ættartrénu sem FF og MMFF.


 

2017 flugsvinnFlugsvinn fór undir Strák frá Vatnsleysu og reiknum við með skemmtilegu alhliðahrossi.
Ekki væri verra ef það yrði brúnblesótt :) 


 

2017 fraFrá fór undir Glæsir frá Hindisvík og verður afkvæmið 75% hreinræktað af gamla Hindisvíkurstofninum.
Til eru tvær eldri alsystur undan þeim, þær Fjöður og Frökk.


 

2017 gargandi

Gargandi var hjá landsmótssigurvegaranum Nökkva frá Syðra-Skörðugili og er þar von á töluvert mikið Hornfirskt ættuðu afkvæmi sem við erum verulega spennt yfir.


 

2017 glenna

Glenna var hjá Strák og er 100% öruggt að það folald verði hjálmskjótt.
Þetta er fyrsta afkvæmi Glennu og erum við mjög spennt fyrir að kynnast því


 

2017 grima

Gríma var aftur hjá Strák, en þau eiga orðið 4 afkvæmi fyrir (Janus Ari, Dáð, Spes og Heiðrún). Við erum svo ánægð með þá blöndu að við ákváðum að leiða þau aftur saman. Þar sem þau eru bæði hjálmskjótt er öruggt að afkvæmið verður það líka.


 

2017 haera

Hæra fór undir Akk frá Vatnsleysu og er öruggt að það afkvæmi verður rautt. Við reiknum nú líka með vænleika og myndarskap þar sem þau eru bæði mjög áberandi myndarleg og Akkur hefur verið að gefa okkur mjög stór hross. Hæra er líka stór og öll hennar móðurætt.
Hæra er hreinræktaður Hornfirðingur með Nökkva frá Hólmi 39 sinnum í sínu ættartré. Við höfum verið að blanda Akk við Hornfirsku hryssurnar okkar og má lesa nánar um það hér (undir "Afhverju Akkur frá Vatnsleysu?")


 

2017 kleopatra

Kleópatra frá Kirkjubæ er ný kynbótahryssa hjá okkur og fór beint undir Glæsir gamla frá Hindisvík, síðasta hreinræktaða stóðhestinn af Hindisvíkurstofninum. Þessi blanda Kirkjubær + Hindisvík hefur reynst mjög vel hingað til og erum við vægast sagt spennt að sjá hvað kemur undan þeim.
Það er líka Hindisvíkurblóð í Kleópötru í gegn um móður hennar, Rauðhettu, sem er undan Brönu Glóblesadóttur frá Hindisvík.2017 midja

Miðja fór undir Lexus frá Vatnsleysu. Það eru 50% líkur á hjálmskjóttu afkvæmi, sem er nú bara plús. Stefnt er að áframhaldandi tamningu á Miðju eftir þetta folald. Hún var orðin reiðfær og okkur þótti hún það efnileg að við freistuðumst til að fara með hana undir Lexus, ásamt hálfsystir hennar, Dáð.
Þessi tvö folöld (undan Miðju og Dáð) verða fyrstu barnabörnin hans Stráks sem fæðast okkur.


 

2017 venus

Og síðast en ekki síst vorum við svo heppin að fá móður Glennu, Venus frá Fjalli, leigða til að halda henni undir Strák.
Það er því von á hjálmskjóttu afkvæmi og systkini Glennu.


 

Nú er bara að þrauka í nokkra mánuði í viðbót og vera þolinmóð/ur :)