Eftirfarandi myndir voru teknar af Dalíu í byrjun Febrúar. Dalía er nú á fimmta vetur og var aðeins tamin í fyrra og núna í nokkrar vikur. Hún er undan Strák frá Vatnsleysu og Skrámu frá Viðey, sem við þekkjum bæði mjög vel þar sem þau eru bæði frumtamin og síðar þjálfuð af okkur. MF Dalíu, Skrámur frá Hurðarbaki, var líka í okkar eigu og alveg einstakur hestur í alla staði. Við kepptum á honum með góðum árangri og seldist hann síðar til Sviss þar sem hann átti farsælan feril á keppnisbrautinni. 
Dalía er skemmtileg alhliðahryssa með fallegan fótaburð. Hún er fyrsta afkvæmi Skrámu sem við temjum og úr fyrsta árgangnum undan Strák. Hún er jafnframt eina Stráksafkvæmið sem er í þjálfun hjá okkur núna, þar sem hin úr árgangnum eru annaðhvort seld eða fylfull. Við frumtömdum nokkur önnur Stráksbörn á fjórða vetur síðasta haust, en þau eru nú í fríi, enda erum við ekkert að flýta okkur með fjögurra vetra tryppin. Stráksbörnin hafa átt það sameiginlegt að vera auðtamin með laust tölt og fallegar hreyfingar. Við erum mjög spennt að temja fleiri undan honum og sjá hvernig þau koma út með áframhaldandi þjálfun.

dalia17 1

dalia17 2

dalia17 3

dalia17 4

dalia17 5

dalia17 6

dalia17 7

dalia17 8

dalia17 9

dalia17 10

dalia17 11

dalia17 12

dalia17 13

dalia17 14

dalia17 15

dalia17 16

dalia17 17

dalia17 18

dalia17 19

dalia17 20

dalia17 21

dalia17 22

dalia17 23

dalia17 24

dalia17 25

Þess má geta að við erum einnig með fyrsta árganginn undan Akki frá Vatnsleysu á húsi og eins mjög ánægð með þann hóp. Þau eru öll stór og myndarleg með mjög gott takthreint og opið tölt. Þau eru ekki komin langt í tamningarferlinu, en hér að neðan má sjá nokkrar myndir af Akksafkvæmum undir knapa, eftir stutta tamningu:

stakkur21

Stakkur frá Hindisvík

melkorka19

Melkorka frá Miðfelli

munda35

Munda frá Miðfelli