Lítill tími hefur verið undanfarið til að vinna í heimasíðunni þar sem síðustjóri hefur verið í prófum undanfarið.
Það hefur hinsvegar ekki aldeilis verið tíðindalaust í hrossaræktinni hjá okkur, en nú eru öll folöld komin nema tvö og eru aðeins Dáð og Frá ókastaðar þegar þetta er skrifað. Enn sem komið er hefur allt gengið mjög vel. Við erum mjög lukkuleg með þennan árgang og er víst að það verður mjög spennandi að taka þessi tryppi á hús þegar þar að kemur. 

17 fatty

Dáð er heldur betur að verða kringlótt. Hún á von á folaldi undan Lexus frá Vatnsleysu.


Gargandi Snilld eignaðist bleika hryssu undan landsmótssigurvegaranum Nökkva frá Syðra-Skörðugili. Hún er töluvert Hornfirskt ættuð og hefur hlotið nafnið Mön.

mon

Mön frá Hindisvík


Miðja eignaðist brúnblesótt leistótt hestfolald undan Lexus frá Vatnsleysu. Hann hefur verið nefndur Leiftur og er mjög sperrtur. Þetta er fyrsta folald Miðju og jafnframt fyrsta barnabarnið útaf Strák frá Vatnsleysu sem fæðist okkur. Við stefnum að áframhaldandi tamningu á Miðju á næsta ári.

17 folold MidjaLeiftur frá Hindisvík 


Hæra eignaðist rauðstjörnóttan hest undan Akk frá Vatnsleysu.
Hann er mikið Hornfirskur og verður gaman að skoða hann betur þegar hann hefur rétt úr sér. 

17 folold haera

Sonur Hæru og Akks


Kleópatra kastaði glæsilegu folaldi undan Glæsir frá Hindisvík. Dökkrautt halastjörnótt nösótt. Kyn er enn óvitað. 
Við erum mjög spennt fyrir að sjá hvernig þetta folald kemur með að þróast. Margir þekktir gæðingar hafa komið úr þessari blöndu (Hindisvík x Kirkjubær) og er þarna líka tenging í Hindisvíkurblóð í gegn um Rauðhettu, móður Kleópötru, en hún er undan Brönu (F: Glóblesi 700 frá Hindisvík). 

17 folold kleo

17 folold kleo1