Folinn okkar Gunnar B fékk að sinna hryssum í fyrsta skipti í sumar. Hanný tók nokkrar myndir þegar honum var sleppt í hólfið.

gunnsiihryssum1

Frelsinu feginn

gunnsiihryssum2

gunnsiihryssum3

ró komin yfir hópinn

gunnsiihryssum4Ein prúð ! 

gunnsiihryssum5

Hornfirðingurinn okkar hún Bára frá Miðfelli

gunnsiihryssum6

Gunnar B frá Hindisvík 


Gunnar B hefur mjög sérstætt ættartré fyrir hross sem er uppi nú til dags. Í honum mætast nefnilega tvær gamlar blóðlínur þar sem móðir hans er hreinræktaður Hindisvíkingur og faðir hans er hreinræktaður Hornfirðingur. Gunnar er því óskyldur flestum hrossum á Íslandi í dag auk þess að vera sambland úr tveimur gömlum blóðlínum. Við höfum hingað til ekki verið að blanda þessum línum okkar saman, en ákváðum að prufa það einu sinni til að sjá hvað kæmi út. Við erum mjög spennt fyrir að sjá hvernig hann kemur út seinna meir. Þess má geta að hann er nefndur eftir Gunnari Bjarnasyni hrossaræktarráðunauti sem var mikill talsmaður línuræktunar á Íslandi.

gunnarbje2

Gunnar vorið 2016, þarna 3 vetra