Nú er heldur betur langt síðan að ég hef skellt frétt hér inn á heimasíðuna og löngu kominn tími til. Við höfum undanfarið aðallega verið virk í gegn um facebookið okkar www.facebook.com/hindisvik
Það hefur ekkert sérstaklega fréttnæmt átt sér stað, þannig að þessi grein er nú bara samansafn af hinum ýmsu myndum. Frumtamningar gengu vel og eru tryppin komin aftur í frí. Nú eru nokkur hross á húsi sem verða inni í vetur og nokkur hross hafa verið seld og eru komin til nýrra heimkynna.

f17 fyrstinn

Fyrstu hross komin á Sæból og tilbúin í þjálfun. Frá vinstri: Melkorka, Stakkur og Hanný

f17 raudka2

Yngri-Rauðka er hreinræktuð af gamla Hindisvíkurkyninu og er ein af síðustu hryssunum sem eru alveg óblandaðar af gamla stofninum aftur til ársins 1880. Yngri-Rauðka sýnir mjög spennandi hreyfingar auk þess að vera með týpíska dökkrauða litinn sem mörg hross af Hindisvíkurstofninum bera. Hún er undan Hirti frá Hindisvík og skyldleikaræktuð útaf Hlöðvir gamla, sem er bæði FF og MF.

f17 raudka3

Yngri Rauðka frá Hindisvík

f17 raudka1

og aftur Yngri-Rauðka

f17 stakkur1

Stakkur frá Hindisvík er rauðskjóttur geldingur á sjötta vetur. Hann verður í vetur í fyrsta sinn í lengri þjálfun. Stakkur er undan Akk frá Vatnsleysu og Glæringu frá Gýgjarhóli 2. Stór, myndarlegur og geðgóður alhliðahestur.

f17 stelpa1

Stelpa frá Hindisvík er undan Strák frá Vatnsleysu og Skrámu frá Viðey. Hún er alsystir Skarða og Dalíu og var gerð létt reiðfær í haust. Nú fær hún að vera áfram tryppi með stóðinu í Hindisvíkurlandi.

f17 stelpa2

Stelpa frá Hindisvík

f17 stelpa3

og aftur Stelpa frá Hindisvík, hér á tölti

f17 landslag

Fallegt útsýnið út fjörðinn

f17 skardi1

Hér er Strákssonurinn Skarði frá Dynjanda nýkominn á hús

f17 skardi2

Skarði er albróðir Stelpu (ofar í þessari grein), móðir þeirra er Skráma frá Viðey. Faðir Skrámu er Skrámur frá Hurðarbaki sem var mjög einstakur gæðingur og farsæll keppnishestur.

f17 skardi3

Skarði er orðinn vel reiðfær og er kominn aftur út í stóð. Sérstaklega geðgóður og efnilegur foli með mjög góðar grunngangtegundir.

f17 akkur

Akkur frá Vatnsleysu í 13°C frosti

f17 braedur

Skuggasynirnir Gunnar B og Nökkvi eru perluvinir

f17 graddar

Stóðhestar í rúllu. Strákur frá Vatnsleysu og Gunnar B frá Hindisvík

f17 graddar1

aftur

f17 saebol

Sæból í 10 stiga frosti og ísþoka yfir Miðfirði

f17 snjor

Snjór við hesthúsinnganginn (nóvember)

f17 snjor1

Bakinngangurinn var ekkert betri (nóvember)

f17 hafrun

Þessi fallega mynd var tekin sumarið 2017 í Hindisvíkurlandi. Ljósmyndari er Kerstin Augsburger.
Hryssan á myndinni er hin tveggja vetra Hafrún frá Hindisvík. Undan Akk frá Vatnsleysu og Glæringu frá Gýgjarhóli.

f17 systkin

Hér er önnur mynd eftir Kerstin Augsburger. Þarna má sjá alsystkinin Hafrúnu (2 vetra) og Stakk (5 vetra)

f17 dadhrolfMæðginin Dáð og Hrólfur með stóðið í bakgrunni

f17 hrolfur

Hrólfur hefur ekkert sparað í vetrarfeldinn. Hann er undan Lexus frá Vatnsleysu og Dáð sem er undan Strák frá Vatnsleysu. Glampi gamli frá Vatnsleysu er því FMF og MFF. 

f17 dad

Dáð er 4 vetra undan Strák frá Vatnsleysu og Grímu frá Laugabóli. Hún fékk að eiga eitt folald áður en hún verður tamin.

f17 spl

Hjálmskjóttar hryssur. Vinstra megin er Gríma frá Laugabóli 2, svo kemur Þrenna frá Hindisvík og í bakgrunninn er Glenna frá Flugumýri

f17 trenna

Þrenna frá Hindisvík. Foreldrar hennar eru Strákur frá Vatnsleysu og Glenna frá Flugumýri

f17 helmingur

Og að lokum Helmingur frá Hindisvík. Undan Strák frá Vatnsleysu og Grímu frá Laugabóli 2