Árið 2018 eigum við von á alls 8 folöldum. Eins og áður er undirrituð allt of snemma orðin allt of spennt fyrir væntanlegum folöldum. Vonandi gengur allt vel í ár :) 


 

2018 baraBára x GunnarB frá Hindisvík

Hornfirðingurinn Bára fór undir Gunnar B, sem er 50% af Hornfirska stofninum og 50% af Hindisvíkurkyni. Þarna er því von á 75% Hornfirðingi með 25% Hindisvíkurblóði.


 

2018 fimmaAkkur frá Vatnsleysu x FimmaFimma á von á sínu fyrsta folaldi í sumar, en við héldum henni undir Akk frá Vatnsleysu. Þessi blanda Akkur x Hornfirskar hryssur hefur reynst okkur vel hingað til og verður gaman að sjá hvað kemur.


 

2018 FlugsvinnSindri frá Vatnsleysu x Flugsvinn

Flugsvinn fór undir Sindra frá Vatnsleysu og er ég orðin mjög spennt að sjá hvað undan þeim kemur. Þarna eru meira að segja 50% líkur á hjálmskjóttu geni frá Sindra (sem er nú bara bónus).


 

2017 glennaGlenna x Strákur frá VatnsleysuGlenna fór aftur undir Strák, enda virðist sú blanda hafa smellpassað saman. Þrenna (afkvæmi þeirra fætt 2017) er stór og myndarleg og líst okkur mjög vel á gangupplag og hreyfingar í henni. Það er því von á öðru hjálmskjóttu undan þeim í sumar.


 

2018 glaeringGlæring x Glæsir frá Hindisvík

Glæring fór undir Glæsir frá Hindisvík, það folald verður 50% hreinræktað af gamla Hindisvíkurstofninum


 

2017 grimaGríma x Strákur frá VatnsleysuGríma fór enn eitt skiptið undir Strák, en við höfum fengið 5 hjálmskjótt alsystkini undan þeim


 

2018 hetjaAðall frá Nýjabæ x Hetja

Hetja (hreinræktuð af gamla Hindisvíkurstofninum) fór undir Aðal frá Nýjabæ.


2017 kleopatraGlæsir frá Hindisvík x Kleópatra

Kleópatra fór aftur undir Glæsir frá Hindisvík. Síðasta sumar fengum við undan þeim glæsilegt hestfolald.


 

Nú er bara að bíða og hlakka til !