Þann 26.júlí síðastliðinn útskrifaðist Heiða sem hestabúfræðingur í Þýskalandi auk þess að hafa tekið frumtamningarpróf IPZV samhliða náminu, sem fyrsti íslendingur eftir því sem við best vitum. 
Námið fór að mestum hluta fram sem verkleg vinna á búgarði með íslenska hesta hjá viðurkenndum meistara (Regina & Carsten Eckert). Það fól í sér tamningar, reiðkennslu og öll hugsanleg verkefni tengd hestahaldi. Samhliða verklega náminu var líka mjög mikið bóklegt nám í skóla sem einnig lauk með prófi. Verklega prófið var hinsvegar á stórum hestum (dressur og hindrunarstökk) auk annarra prófverkefna.

heida3