Nú ætla ég að fara að setja inn nokkrar myndir sem voru teknar af hrossum sem eru að fara af stað í þjálfun.
Þær voru reyndar teknar í janúar, en betra er seint en aldrei =) 

Byrjum á Skarða, sem er lítið gerður geldingur á sjötta vetur. Hann er undan Strák frá Vatnsleysu  og Skrámu frá Viðey.
Við erum nú loksins með nokkur hross undan Strák í framhaldsþjálfun og erum mjög ánægð með útkomuna. 

Skarði er efnilegur fjórgangari með mjög góðar grunngangtegundir. Hann er allur að styrkjast á tölti eftir gangsetningu og sýnir spennandi hreyfingar. Það verður gaman að fylgjast með hvernig hann á eftir að þróast með meiri styrk.

Í haust vorum við líka með inni alsystur hans (Stelpa) sem er ári yngri. Hún er einnig mjög lofandi en allt öðruvísi týpa. Alhliðahryssa sem við stefnum að framhaldstamningu á í sumar.

skardi9

skardi10

skardi11

Hér að neðan má svo sjá nokkrar myndir af Skarða þegar hann var á fjórða vetur og ótaminn

f17 skardi1

f17 skardi2

f17 skardi3

Og hér er hann aðeins 11 daga gamall

skardi

og hér er hann ekki dagsgamall. Þessa mynd tók ég þegar við sáum hann fyrst 

skardi4


Miðja er úr fyrsta árganginum undan Strák (2012) og því á sjöunda vetur. Hún er mjög lítið gerð miðað við aldur, þar sem hún var aðeins gerð reiðfær þegar hún var á fjórða vetur og átti svo folald þegar hún var 5 vetra. 
Miðja er mjög faxprúð og ljúf alhliðahryssa sem allir geta farið á bak á. 
Hún er undan Strák og Villimey (F: Orion frá Litla-Bergi) sem við fengum lánaða einu sinni til að halda undir Strák og vorum svo heppin að fá Miðju út úr því. 

midja27

midja28

midja29

midja30

midja31

midja32

midja33

midja34

midja35

Hér eru myndir af Miðju þar sem hún var ekki orðin dagsgömul: 

midja

midja2

midja4


 Dáð er eins og Skarði fædd 2013 og fer því núna á sjötta vetur. Hún átti folald þegar hún var fjögurra vetra og var frumtamin síðastliðið sumar. Svo fékk hún haustfrí og er að komast í gang núna.
Dáð er einnig undan Strák og móðir hennar er Gríma frá Laugabóli 2
Hún er stór og sýnir allan gang með lofandi hreyfingum.
En nóg af texta, hér eru myndirnar :) 

dad8

dad9

dad10

dad11

dad12

dad13

dad14

dad15

dad16

dad17

dad18

dad19

dad20

dad21

dad22

dad23

dad24

dad25

dad26

dad27

dad28

dad29

dad30

dad31

dad32

dad33

dad34

dad35

dad36

dad37

dad38

dad39

dad40

dad41

dad42

dad43

dad44

dad45

Hér er Dáð 3 vetra: 

dad1

Og að lokum 3 daga gömul  Þessar fallegu myndir eru eftir Stephan Mantler

drottning

drottning8

drottning9

drottning7