Hér koma nokkrar myndir af Miðju frá Dynjanda, sem er ræktuð af Hanný. Hún er undan Strák frá Vatnsleysu og Villimey sem var dóttir Orions frá Litla-Bergi. Miðja fæddist okkur árið 2012 og er því orðin 7 vetra. Hún er ekki mikið gerð miðað við aldur, þar sem hún eignaðist eitt folald 5 vetra.
Skemmtileg alhliða hryssa með mjög ljúfa lund, sem allir geta haft gaman af. 

midja37

midja38

midja39

midja40

midja41

midja42

midja43

midja44


Stjarna frá Runnum er 10 vetra undan Mola frá Skriðu og svo er hún mikið Hornfirsk í móðurætt. Hún kom til okkar í vetur og við höfum mjög gaman að henni, enda viljug, hágeng og mjög skemmtileg ásetu. 

stjarna14

stjarna15

stjarna16

stjarna17

stjarna18

stjarna20

stjarna21

stjarna22

stjarna23

stjarna24

stjarna25

stjarna26

stjarna19

Við eigum eftir að sakna þess að hafa þessar drottningar á húsi, en það verður gaman ef þær skila kostum sínum áfram í ræktun.