Loksins er komið að þessu! Fyrstu hryssurnar eru kastaðar og eins og í fyrra byrjuðu hjálmskjóttu hryssurnar á því að eignast sín folöld, sem eru bæði undan Strák frá Vatnsleysu

Gríma eignaðist stóran rauðhjálmskjóttan hest með mjög skemmtilega litadreifingu og fallegar línur

grimuson

grimuson1

grimuson2


og Glenna eignaðist sperrtan og myndarlegan bleikhjálmskjóttan hest 

glennuson

glennuson1

glennuson2

Þá eru öll hjálmskjótt folöld sem við áttum von á þetta árið fædd og bíðum við spennt eftir restinni af folöldunum, sem verða nú minna skrautleg á litinn. Ef allt gengur eftir fáum við fimm folöld í viðbót. Þrjú undan Akk frá Vatnsleysu, eitt undan Aðli frá Nýjabæ og eitt undan Nökkva frá Syðra-Skörðugili.