birta7

Litur: Bleikskjótt, glaseygð.
(arfhrein skjótt með slettuskjótt gen)

F: Gáski frá Eyrarbakka (7,98)
FF: Gáski frá Hofsstöðum (8,32)
FM: Nútíð frá Eyrarbakka

M: Díana frá Smylabjörgum
MF: Þokki frá Bjarnanesi 1 (8,28)
MM: Skjóna frá Smyrlabjörgum

 

Umsögn: Birta kom til okkar í frumtamningu þegar hún var 4.vetra. Hún var mjög þæg í tamningu og töltið strax til staðar, viljinn jókst síðan jafnt og þétt. Við heilluðumst strax af henni keyptum hana þegar hún var 5 vetra. Sumarið 2006 var Birtu haldið undir Tengil frá Laugabóli. Sumarið 2007 fæddist síðan einkennilegt hestfolald (Álfur frá Dynjanda). Hann var alveg hvítur nema rétt svo endinn á taglinu. Birta var tekin í þjálfun veturinn 2008 og seldist sama ár, ásamt Álfi, syni sínum til Magnúsar Helga Loftssonar í Haukholtum.
Birta var sjálftamin, litfögur, hörkuviljug, alhliða töltsprengja. 

Heiða var svo heppin að fá að halda Birtu sumarið 2012 og fór hún undir Strák frá Vatnsleysu. Sumarið 2013 fæddist svo Toppur frá Haukholtum.

 

Afkvæmi úr okkar ræktun
Ár: Nafn: Faðir: Litur: 
2007 Álfur Tengill frá Laugabóli Bleikhjálmskjóttur, skjóttur. (Alhvítur með blett í taglenda)
2013 Toppur Strákur frá Vatnsleysu Bleikskjóttur, glaseygður.

 birta-athenaAþena, dóttir Birtu varð í 1.sæti í Hryssuflokki á Folaldasýningu Hrunamanna 2012. Að ofan má sjá þær mæðgur saman á sýningunni. Eigandi og ræktandi Aþenu er Magnús Helgi Loftsson í Haukholtum.

birta8Sumar 2006 Birta12008 Birta22008
Birta32008 Birta52006 (6 vetra) Birta4Birta í hólfi hjá Tengli sumarið 2006.
birta62008 birta102008 birta92008 birta112008

birtafolaldBirta nýfædd