![]() |
IS1985155005 F: Ófeigur frá Hindisvík M: Stella frá Hindisvík |
Umsögn: Hlöðvir fæddist í Hindisvík árið 1985. Hann var taminn og þjálfaður af Tobba og seldist til Þýskalands þegar hann var 8 vetra. Eigendur þar voru Andreas Trappe og Dieter Puetz.
Hlöðvir var sýndur í Þýskalandi og fékk þar góð fyrstu verðlaun. Þetta var áður en dómar í útlöndum voru færðir yfir í Worldfeng.
Hlöðvir hlaut mikillar velgengni í Þýskalandi sem kynbótahestur og hlaut þar 1.verðlaun fyrir afkvæmi auk þess að standa efstur afkvæmahesta.
![]() |
![]() |
Meðal afkvæma Hlöðvis:
Elding vom Waldhof er Hlöðvisdóttir með 8,31 í aðaleinkun, þar af 8,45 fyrir hæfileika. Knapi á myndinni er Michelle van Blitterswijk og ljósmyndarinn er Henk Peterse.
Litur vom Waldhof. Hlöðvissonur sem hlaut 8,36 fyrir hæfileika sem klárhestur. Þar á meðal 9 fyrir tölt, brokk, stökk og fegurð í reið. Litur féll því miður frá ungur að aldri.