Í okkar hrossarækt eru þrjár línur mest áberandi, en það eru Hindisvíkingar, Hornfirðingar og Hjálmskjótt hross.

hanny1Að Hindisvíkurhestum standa Ástmundur Agnar Norland, betur þekktur sem Tobbi í Hindisvík, Hanný Norland Heiler, ásamt Heiðu Heiler sem sér um heimasíðuna. Við erum búsett á Sæbóli sem er rétt fyrir utan Hvammstanga, en stóðið okkar er úti í Hindisvík.