Við höfum árum saman reynt að halda við Hornfirska stofninum eftir bestu getu, en það er sannfæring okkar að gott sé að geta gripið í blóðið seinna meir þegar hrossaræktin er orðinn einn "hrærigrautur".

 

Helstu áhrifavaldar í okkar Hornfirsku ræktun eru feðgarnir; Ófeigur frá Hvanneyri, Flosi frá Brunnum og Gustur frá Grund.


 Hornfirskar hryssur í okkar eigu:


Bára frá Miðfelli
F: Tígur frá Álfhólum
MF: Ófeigur frá Hvanneyri

Báru eignuðumst við árið 2012, hún var þá orðin fullorðin og ótamin, en stór og myndarleg og sýnir fallegt og rúmt brokk. Við settum hana beint undir stóðhest, enda höfum við fulla trú á ættinni og áttum einnig albróður hennar, sem var góður hestur.
Um afkvæmi Báru má lesa neðar á þessari síðu.

bara2

Bára frá Miðfelli


Gargandi-Snilld frá Dynjanda

FF: Gustur frá Grund.
MFF: Flosi frá Brunnum.
MMF: Ófeigur frá Hvanneyri.

 

Gargandi Snilld er fjörug alhliða hryssa, fædd okkur. Hún er undan Musku frá Viðborðsseli sem var góð alhliðahryssa sem við áttum og svo er faðir hennar Kolskeggur frá Oddhóli. Gargandi fór í folaldseign sumarið 2014, en til var undan henni einn foli, Ófeigur, síðan hún var yngri.
Kolskegg, föður Gargandi, þarf vart að kynna. Hann er Gustssonur frá Grund og hefur verið í toppbaráttunni í A-flokk um árabil.

 

Muska, móðir Gargandi er mikið hornfirsk. Faðir hennar er Kópur frá Mykjunesi, sem var Flosasonur frá Brunnum og móðir Musku, Raun frá Flatey, var sammæðra Skó og Fífli frá Flatey, en faðir hennar er svo Ófeigur frá Hvanneyri.

hornfirsku-garg-muskaGargandi til vinstri og Muska móðir hennar til hægri


 

Fimma frá Dynjanda

FF: Tígur frá Álfhólum.
FMFF: Flosi frá Brunnum.
FMFM: Hrefna frá Höfn.
FMMF: Ófeigur frá Hvanneyri.
MF: Gustur frá Grund.
MMF: Flosi frá Brunnum.

 

Fimma er skemmtileg alhliðahryssa undan Skugga okkar frá Dynjanda og Bylgju frá Lambleiksstöðum. Hún er mjög mikill hornfirðingur, en Skuggi, faðir hennar, er undan Tígur frá Álfhólum og móðir hans er af gömlu hornfirsku blóði sem hefur m.a.a að geyma Ófeig frá Hvanneyri, Flosa frá Brunnum og Hrefnu frá Höfn.
Bylgja, móðir Fimmu var undan systkinum, Gust frá Grund og Flosadóttur frá Brunnum.

fimma3Fimma frá Dynjanda


Hæra frá Dynjanda

FF: Tígur frá Álfhólum.
FMFF: Flosi frá Brunnum.
FMFM: Hrefna frá Höfn.
FMMF: Ófeigur frá Hvanneyri.
MF: Flosi frá Brunnum.
MMF: Flosi frá Brunnum.

 

Hæra getur án efa flokkast sem einn mest hreinræktaði núlifandi Hornfirðingurinn, en hún hefur Nökkva gamla frá Hólmi 40 sinnum í ættartré sínu. Einnig má þess geta að móðir Hæru, Kolbrá, var sammæðra Dimmu frá Miðfelli, sem er móðir Dívu (10 fyrir tölt og aðaleinkun: 8,33) og Dimmis frá Álfhólum (aðaleink: 8,29).
Hæra er viljug klárhryssa sem nú er í folaldseign.

haera

 Hæra frá Dynjanda, sem er með Nökkva gamla frá Hólmi um 40 sinnum í ættartrénu sínu. 


Hanný frá Þúfu

FF: Gustur frá Grund
FFF: Flosi frá Brunnum
MF: Gustur frá Grund
MFF: Flosi frá Brunnum
MMF: Flosi frá Brunnum

Hanný er skyldleikarætkuð út af þeim feðgum Gusti frá Grund og Flosa frá Brunnum. Hún er sjálf undan tveimur Gustsbörnum og móðir hennar er undan tveimur Flosabörnum.
Hanný er smá en kraftmikil og hágeng.

Hanný er sammæðra Fimmu og Þrándi.

hanny feb2016 9  Hanný og Hanný 

 Ræktunartilraun 2011

Sumarið 2011 fengum við lánaðan stóðhestinn Akk frá Vatnsleysu (hann var þá 3.vetra) og héldum undir hann hornfirskum hryssum. Hugmyndin að þessari tilraun fæddist þegar við vorum að skoða hvaða hesta við gætum notað á hornfirsku hryssurnar, en ekki er um marga hornfirska hesta að velja. Meira um þessa ræktunartilraun og afhverju Akkur varð fyrir valinu er hægt að lesa um HÉR.
Við erum svo ánægð með útkomuna að við erum enn í dag að blanda Akk við hornfirskar hryssur. 


Melkorka frá Miðfelli, fædd 2012

F: Akkur frá Vatnsleysu
MMF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)

Myndarleg og viljug alhliðahryssa.

melkorka31 melkorka2

 


Kolviður frá Dynjanda, fæddur 2012

F: Akkur frá Vatnsleysu
MF: Flosi frá Brunnum (8,24)
MFF: Ófeigur frá Hvanneyri (8,55)
MMF: Flosi frá Brunnum (8,24)

Gríðarlega stór, myndarlegur og vinalegur geldingur.

staerdarmunur3

Kolviður 3 vetra 


Hanna frá Hindisvík, fædd 2014


F: Puntur frá Vatnsleysu
M: Bára frá Miðfelli

hanna8Hanna frá Hindisvík

Hanna er úr svipaðri blöndu og Akks afkvæmin okkar hér að ofan, en hún er undan Hornfirskri hryssu og Punti frá Vatnsleysu. Þegar ættartré Punts er skoðað má víða í því finna Hornfirskt blóð, sérstaklega þegar aftar er að gáð. Má þar nefna:  
MMF Skór frá Flatey, MMMF: Nökkvi frá Hólmi, MFMMMF: Hóla Jarpur frá Hólum, MFMMMMF: Skuggi frá Bjarnanesi, MFFFMFF: Nökkvi frá Hólmi og FFFMFF: Nökkvi frá Hómi.


  Djörfung frá Hindisvík, fædd 2015

F: Akkur frá Vatnsleysu
M: Gargandi-Snilld frá Dynjanda

djorfung4

Djörfung frá Hindisvík


 Hrefna frá Hindisvík, fædd 2016

F: Akkur frá Vatnsleysu
M: Bára frá Miðfelli

hrefna1 Hrefna frá Hindisvík


Væntanlegt 2019:

Sumarið 2019 eigum við von á -- folöldum af Hornfirskum ættum:

í vinnslu