Hetja frá Mið-Kárastöðum

 

audbjorg4

IS2009255926

Litur: Svört

F: Glæsir frá Hindisvík
FF: Hjörtur frá Hindisvík
MF: Litla-Jörp frá Hindisvík

M: Hrund frá Hindisvík
MF: Hlöðvir frá Hindisvík
MM: Jarpstjarna frá Hindisvík

Hetja er hreinræktaður Hindisvíkingur allt aftur til ársins 1880 og er með nokkuð fullri vissu hægt að segja að ekkert íslenskt hross hafi svo langa sögu af stofnræktun á bak við sig, en engan aðkomuhest má finna í hennar ættartré. Hún er gríðarlega skyldleikaræktuð, en til að taka dæmi um skyldleikaræktunina (sjá mynd fyrir neðan), má nefna að móðir Hlöðvis (Ör frá Hindisvík) er alsystir móður Hjartar (Fjöður frá Hindisvík), en Hlöðvir og Hjörtur eru feðgar. Svo eru MM (Jarpstjarna) og FM (Litla-Jörp) einnig alsystur. Glóblesa gamla má einnig finna 5 sinnum í ættartré Hetju.

hetja aett

Mynd til útskýringar á skyldleikaræktinni sem Hetja kemur af. Sömu litir standa fyrir alsystkin eða sama hestinn.

Hetja kom til okkar vorið 2014. Hún var þá 5 vetra og ótamin. Hún var frumtamin um haustið og reyndist hún vera þæg, en viljug með hreyfingamikið brokk og opið tölt þegar eftir því var leitað.

Þess má geta að þrátt fyrir mikla skyldleikaræktun Hetju sýnir hún engin merki úrkynjunnar. Hún er stór, geðgóð og stingandi fríð.

Hetja er með frábæra fótagerð og úrvals hófa sem er eitt af ættareinkennum Hindsvíkurhrossanna.

Hún er klárhryssa með tölti.

 Afkvæmi Hetju:
 Ár Nafn Faðir Litur
 2018  Hildur  Aðall frá Nýjabæ  Dökkjörp
 2020      
Sumarið 2019 fór Hetja undir Skálmar frá Nýjabæ.

 

glenna32 glenna32 glenna32
glenna32 glenna32 glenna32
glenna32 glenna32 glenna32
glenna32 glenna32 glenna32
glenna32 glenna32
glenna32 glenna32 glenna32

 

© Hindisvík

Please publish modules in offcanvas position.

Free Joomla templates by L.THEME