 | IS2000135624 Litur: Jarphjálmskjóttur
F: Orion frá Litla-Bergi (8,09) FF: Rökkvi frá Kirkjubæ FM: Blika frá Vallanesi (1.verðl fyrir afkvæmi)
Skrámur er undan grárri ótaminni hryssu af Flugumýrar Ófeigs og Kjarnholta Kolfinns ættum. |
Skrámur er hestur sem við munum aldrei gleyma, enda einstaklega eftirminnilegur! Hann var jarphjálmskjóttur, hágengur alhliðahestur og bara algjör gæðingur í alla staði. Persónuleikinn var sérstaklega eftirminnilegur enda var hann svakalegur karakter.
Hanný keppti á honum á nokkrum litlum mótum í Hornafirði og voru þau efst á öllum mótum sem þau tóku þátt í. Heiða fékk hann síðan lánaðan á Ístölt Austurlands, þar sem þau sigruðu ungmennaflokkinn og tóku einnig þátt í B-flokk þar sem þau voru tveimur sætum frá úrslitum í opnum flokk með einkunina 8,26.
Skrámur er nú kominn til Sviss og gleður nýja eigendur þar. Keppt hefur verið á honum með góðum árangri og prýðir hann vörumerkið hjá Svisshólum.
Skrámur var aðeins notaður sem ungfoli og eru til skráð 8 afkvæmi undan honum, fædd árið 2003. Þar á meðal Skráma sem var ræktunarhryssa hjá okkur í nokkur ár og skyldi eftir sig flott afkvæmi.
Skrámur á Ístölti Austurlands 2009, þar sem hann sigraði ungmennaflokkinn. | Skrámur á Ístölti Austurlands 2009, þar sem hann sigraði ungmennaflokkinn. |
Skrámur og Hanný á vetrarleikum 2009 | Skrámur og Hanný á vetrarleikum 2009 |
Skrámur og Hanný á vetrarleikum 2009 | Skrámur og Hanný á vetrarleikum 2009 |
Skrámur og Heiða, sumarið 2008. | Skrámur og Heiða, sumarið 2008. | Skrámur og Heiða, sumarið 2008. | Skrámur og Hanný, sumarið 2008. |
Skrámur hjá nýjum eiganda
Skrámur og Barla Isenbügel | Skrámur og Barla Isenbügel |
Skrámur og Barla Isenbügel | Skrámur og Barla Isenbügel |
Skrámur og Barla Isenbügel |