akkur

IS2007158503

Litur: Rauður, tvístjörnóttur

F: Glampi frá Vatnsleysu (8,35)
FF: Smári frá Borgarhóli (8,01)
FM: Albína frá Vatnsleysu

M: Alísa frá Vatnsleysu (8,18)
MF: Hervar frá Sauðárkróki (8,27)
MM: Bára frá Ásgeirsbrekku (8,12)



Við eigum Akk ásamt Birni á Vatnsleysu. Hann er alhliðahestur með mjög góðar grunngangtegundir.

Vegna meiðsla sem Akkur varð fyrir í baki sem ungfoli, hefur ekki verið hægt að þjálfa hann til sýningar.

Akkur er sammæðra Andra frá Vatnsleysu (8,51 fyrir hæfileika og 9,06 í B-flokki) og hlaut móðir þeirra, Alísa, 8,60 fyrir hæfileika sem klárhryssa, og þar af 9,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Öll sýnd afkvæmi Alísu eru með 1.verðlaun.

Kynni okkar af Akki hófust þegar við fengum hann leigðan og notuðum á hryssur þegar hann var 4.vetra. Um þá tilraun má lesa hér. Síðar þróaðist það þannig að við eignuðumst hann að hluta til.

Akkur hefur gefið okkur stór og myndarleg hross. Þau eru ganghrein og með sérstaklega gott tölt.

akkur meidsli

Meiðslin að koma í ljós.

Á myndinni hér að ofan má sjá áhrif meiðslanna sem Akkur varð fyrir. Hárin á lendinni og fram á bak eru að verða hvít.


 akkur6akkur7
akkur2akkur3akkur4
akkur1akkur5
akkur10


Afkvæmi Akks

Akkur hefur verið að gefa okkur mjög framfalleg og stór hross með sérlega taktgott og mjúkt tölt.

melkorkamelkorka31melkorka26
akk-munda1imunda16munda9
manni2manni3manni6
manniherdisnonni
djorfung10djorfung18djorfung
frigghindishross44frigg33
hafrun11hafrun13hafrun20