Við erum ánægð og stolt af að geta tilkynnt að við höfum fest kaup á gæðingnum Nökkva frá Syðra-Skörðugili.
Hann þarf vart að kynna fyrir hestamönnum en meðal afreka hans er sigur í B-flokki á Landsmótinu á Hólum 2016 og annað sæti í B-flokki á Landsmótinu í Reykjavík 2018. Auk þess hefur hann hlotið 9,5 fyrir tölt, brokk, fegurð í reið og 9 fyrir háls/herðar/b´óga, bak og lend, hófa, skeið, stökk, vilja og geðslag.
Í hæsta dómi sínum 2019 hlaut hann 8,66 í aðaleinkunn og fékk þar 9 fyrir skeið. Enginn annar hestur hefur bæði unnið B-flokk á Landsmóti og fengið seinna 9 fyrir skeið í kynbótadómi.
Knapi og sýnandi Nökkva hefur verið Jakob Svavar Sigurðsson.
Faðir Nökkva er Aðall frá Nýjabæ og móðir er Lára frá Syðra-Skörðugili sem er undan Glampa frá Vatnsleysu.
Nökkvi er af sterkum Hornfirskum ættum (Nökkvi 260 frá Hólmi 18 sinnum í hans ættartölu). Sameinar hann í sér þessar blóðlínur sem við höfum alltaf haft trú á að framrækta Hornfirðinga út af. Sjá líka greinina "Ræktunartilraun 2011".
Við hlökkum mikið til að taka vel á móti þessum höfðingja.
![]() | ![]() |