Við tókum nokkur unghross inn í 2 vikna frumtamningu í nóvember og það gekk prýðilega. Hópurinn var mjög fjölbreyttur enda bæði Hornfirðingur, Hindisvíkingar og hjálmskjótt tryppi. En þau áttu það þó öll sameiginlegt að vera ljúf og lofandi. Við stefndum að því að taka þau í 3 vikur, en þær urðu aðeins tvær vegna slæms veðurs sem herjaði á okkur síðustu vikuna.
Fönix
Glóblesi
Þrenna
Djörfung eftir nokkrar mínútur úti
Félagarnir Nökkvi og Nói
Nói